Nánari upplýsingar 

Um vald orðanna

Erindið fjallar um aðferða- og hugmyndafræði í ritunarkennslu. Hentar jafnt almennum áheyrendum sem skólafólki. Tekur hálftíma í flutningi án umræðna en klukkutíma með umræðum og æfingum. „Afar áhugaverð frásögn – ég hef sjaldan séð myndir og texta tala eins vel saman!” (Hallfríður Þórarinsdóttir, mannfræðingur.)

Erindið er einnig til á ensku.

Valdefling – skapandi aðferðir í vinnu með jaðarsettum 

Erindið fjallar um skapandi og valdeflandi aðferðir sem hjálpa fólki að skilgreina sig sem einstaklinga og hluta hóps. Björg Árnadóttir segir frá reynslu sinni af valdeflandi vinnu í mörgum löndum. „Mér finnst efnið svo mikilvægt og það vekur mig til umhugsunar um hvernig búa megi til fallegra samfélag hér á jörðu.” (Ólöf Ágústína Stefánsdóttir, myndlistarkennari)

Hentar jafnt almennum áheyrendum sem skólafólki. Tekur hálftíma í flutningi en klukkutíma með umræðum og æfingum.

LAKE MÝVATN – people and places

Náttúra, umhverfismál, saga, mannlíf og menning við Mývatn með orðum, myndum, tónlist og örnámskeiði í íslensku. Erindið byggir á bókinni LAKE MÝVATN people and places (Björg Árnadóttir, Stílvopnið 2015)

Erindið er klukkutíma langt. Það er á ensku en hægt er að fá það á íslensku.