Lára Magnúsardóttir

Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur hefur unnið sem dagskrárgerðarmaður fyrir Ríkisútvarpið og sem pistlahöfundur. Hún var meðal annars í Morgunútvarpi Rásar 1 og Síðdegisútvarpi Rásar 2, en mest í Víðsjá og Speglinum, þar sem hún var umsjónarmaður um hríð. Hún var dagskrárgerðarmaður á SkjáEinum, skrifaði bókagagnrýni fyrir Morgunblaðið og var kjallarahöfundur hjá DV. Lára hefur einnig skrifað um sagnfræðilegt efni og haldið fjölmarga fyrirlestra.
Scroll to top