Að skerpa og stytta málflutning – fullvinnsla ritaðs máls

Lokafrágangur ritaðs máls reynist mörgum erfiðari en koma að góðri hugmynd á blað. Á námskeiðinu er kennt að:

  • koma texta í viðeigandi lengd
  •  forðast klisjur sem lengja texta en bæta engu við efnið
  • afla upplýsinga og nota tilvitnanir
  • nota aðferðir uppbyggilegrar gagnrýni á eigin texta og annarra
  • nota hjálpartæki til að ná markmiðum og skerpa á málflutningi

Námskeiðið er í formi fyrirlestra, æfinga og umræðna. Þátttakendur eru hvattir til að bera upp spurningar, ræða vafaatriði og miðla af reynslu sinni og þekkingu. Æskilegt er að þátttakendur taki með sér eigin skrif til að vinna með. Þátttakendur nota eigin tölvu.

Kennt er á Bárugötu 15, 101 Reykjavík fös 15. mars (18:00-21:00), lau. 16. mars (10:00-13:00) og sun. 17. mars (13:00-16:00). (3×3 klst, alls 9 klst.).

Leiðbeinandi: Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur

Verð: 32.000 kr. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið.

Fyrsti tími: Tungumálið. Klisjur og gildrur

Tungumálið er til umræðu og áhersla lögð á hvernig það er nýtt til að koma hlutum til leiðar. Fjallað um gildrur sem auðvelt er að falla í og gerðar æfingar til að læra að varast þær.

Annar tími: Efni, staðreyndir og gagnrýni á eigin texta og annarra

 Unnið með texta sem nemendur hafa með sér. Rætt um frumatriði uppbyggilegrar gagnrýni, ritstjórn og ritrýni. Hvernig á að gagnrýna eigin texta og bregðast við gagnrýni annarra? Texti hvers og eins er rýndur og gagnrýndur og fjallað um grundvallaratriði varðandi öflun og meðferð upplýsinga og tilvitnana.

Þriðji tími: Lengd, hjálpartæki og fleira

Þegar umfjöllunarefni, röksemdafærsla og helstu staðreyndir eru komnar á blað er oftast nauðsynlegt að snurfusa textann. Fjallað er um hjálpartæki sem nota má til að skerpa og stytta mál sitt og farið yfir atriði er varða innra samræmi, nefndar nokkrar þumalputtareglur og gerðar æfingar.

Greiðslur

Vinsamlegast leggið 35.000 kr. á reikning Stílvopnsins:

0133-26-580815  kt. 580815-1380

eða greiðið með korti hér.

Reikningur verður afhentur í upphafi námskeiðs eða fyrr ef á þarf að halda.


Hvenær?
Date(s) - 15.3.2019 - 17.3.2019
22:00 - 16:00

Skráning

Bookings are closed for this event.

Scroll to top