Að skrifa endurminningar

Á námskeiðinu er fengist við að rifja upp og rita endurminningar. Það er ætlað þeim sem:

  • vilja rifja upp eigin endurminningar eða annarra og sjá skrifin sem gagnlega leið til nálgast minningar
  • vilja skrifa og líta á endurminningar sem skemmtilegt viðfangsefni
  • finnst gaman að skapa í skemmtilegum hópi

Kennt í ReykjavíkurAkademíunni, Þórunnartúni 2 (á fjórðu hæð í fundarsal Bókasafns Dagsbrúnar) á mánudögum 5. feb. til 26. feb. kl. 18:00-22:00 (4X4 klst., alls 16 klst.).

Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir rithöfundur og ritlistarkennari

Verð: 42.000 kr.

LESIÐ UMMÆLI NEMENDA

GJAFAKORT FÁST HÉR (með tölvupósti)

KENNSLUÁÆTLUN 

Fyrsta ritsmiðja (5. feb. 18:00-22:00): Fjallað er um minnið og hvernig minningar taka breytingum. Gerðar stuttar ritunaræfingar til að hrista upp í heilasellunum og hrista saman hópinn. Margvíslegar kveikjur notaðar til upprifjunar á andrúmslofti, tilfinningum og atburðum.  Stuttir textar skrifaðir og ræddir í hópnum.

Önnur ritsmiðja (12. feb. 18:00-22:00): Ýmsar aðferðir notaðar til að sækja sögur í minnið, deila þeim munnlega og skrifa þær. Rætt um tilfinningalegt og sagnfræðilegt gildi dagbóka og æfingar gerðar sem tengjast dagbókaskrifum. Textar ræddir í hópnum.

Þriðja ritsmiðja (19. feb. 18:00-22:00): Kynning á aðferðum til að skrá minningar annarra. Rætt um ævisagnaritun og sjálfsbókmenntir og um leiðir til að sækja, skrá og geyma minningar annarra eða eigin minningar um aðra. Rætt um bókmenntafræðilegt, sagnfræðilegt og tilfinningalegt gildi þeirrar íslensku bókmenntahefðar sem kallast minningargreinar og þeir þátttakendur sem kjósa deila eigin minningagreinum.

Fjórða ritsmiðja (26. feb. 18:00-22:00): Síðasti tíminn fjallar að mestu um að þá texta (eða önnur sköpunarverk) sem orðið hafa til á námskeiðinu. Þátttakendur deila verkum sínum með hópnum sem ræðir innihald þeirra og frásagnaraðferð. Umræðan fæðir af sér nýjar minningar og nýja texta sem unnið er með eftir aðstæðum hverju sinni.

KENNSLUMARKMIÐ

  • Að þátttakendur læri að nota margvíslegar kveikjur til að rifja upp eigin minningar og hjálpa öðrum til þess sama.
  • Að þeir þjálfist í að skoða og skrifa um minningar frá mismunandi sjónarhólum og með mismunandi aðferðum.
  • Að lesupplifun þeirra aukist
  • Að þeim finnist þeir hafa eflst og styrkst að námskeiði loknu.

Endurminningaskrif, skapandi skrif, greinaskrif – hvaða námskeið hentar mér?

GREIÐSLUR OG SKILMÁLAR


Loading Map....

Hvenær?
Date(s) - 5.2.2018 - 26.2.2018
18:00 - 22:00

Hvar?
Bókasafn Dagsbrúnar

Tegund:

Skráning

Bookings are closed for this event.