Bataferð hetjunnar

BATAFERÐ HETJUNNAR (námskeið ætlað konum) 

Námskeiðið er ætlað konum sem vilja takast á við hvers kyns áskoranir með skapandi aðferðum. Hetjuferðin (The Hero´s Journey) er spegluð í hinni þekktu tólfspora bataaðferð sem notuð er af fjölmörgum samtökum.  Unnið er með batann á skapandi hátt með aðferðum ritlistar, myndlistar, tónlistar, leiklistar, goðsagna og hugleiðslu. Námskeiðið byggist ekki á þekkingu á ofangreindum aðferðum heldur eingöngu á lönguninni til að skapa í heilandi tilgangi. 

Kennt er í ReykjavíkurAkademíunni, Þórunnartúni 2 (Bókasafni Dagsbrúnar á 4.  hæð) fös. 1. nóv. kl. 18:00-22:00, lau. 2. nóv. kl. 10:00-14:00 og sun. 3. nóv. kl. 10:00-14:00.

Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir rithöfundur og ritlistarkennari

Verð: 35.000 kr.. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið, athugaðu með þitt. 

Nánari upplýsingar í síma 8996917 eða tölvupósti: bjorg@akademia.is

LESIÐ UMMÆLI NEMENDA UM NÁMSKEIÐ STÍLVOPNSINS

UM HETJUFERÐINA:

Hetjuferðin (The Hero´s Journey) er þekkt hugmyndafræði sem oftast er kennd við bandaríska goðsagnafræðinginn Joseph Campbell. Í stuttu máli fjallar hetjuferðin um hetju sem lendir í ævintýrum sem umbreyta henni. Hafðu í huga þegar þú lest eftirfarandi lýsingu að umrædd hetja gæti verið söguhetjan í þínu eigin lífi:

Hetjan er stödd í venjulega lífi sínu í landi hins þekkta. Allt virðist gott en þó er eitthvað undirliggjandi sem truflar hversdagslegt lífið. Það kemur að því að hetjan heyrir kall til breytinga (en kallið getur birst á afar ólíkan hátt, verið innra kall jafnt sem ytra kall). Hetjan heyrir kallið en er ekki tilbúin til að hlýða því strax enda reynir bæði ytra og innra umhverfi hennar að koma í veg fyrir að hún taki breytingum. Það er ekki fyrr en hún hefur horfst í augu við það sem hindrar hana að hún getur hlýtt kallinu og tekið skrefið inn í ævintýrið, land hins óþekkta. Þar mæta henni ögranir og hindranir og á vegi hennar verður fólk og fyrirbæri sem ýmist reyna að hjálpa henni eða hindra. Hetjan tekst á við verkefnin sem stundum eru svo krefjandi að hetjan fellur niður í hyldýpi og deyr þar táknrænum dauða. En eftir slíka eldskírn lifnar hún aftur og ferðalag hennar tilbaka til fyrri heimkynna hefst. Hún þarf að fara í gegnum friðþægingu til að ná sáttum og hún öðlast gjöf sem hún tekur með sér aftur til land hins þekkta þar sem fólk fagnar henni sem breyttri manneskju sem bætir samfélagið.

Kannastu við þetta ferðalag úr sporavinnu þinni? Þá gæti námskeiðið um bataferð hetjunnar gagnast þér. 

Námskeiðið er að þessu sinni aðeins ætlað konum. 

KENNSLUÁÆTLUN

Á námskeiðinu verður unnið með land hins þekkta, kallið, hindrunarmeistarana, land hins óþekkta, hyldýpið, sáttina, umbreytinguna, gjöfina og endurkomuna í land hins þekkta. Það ræðst af vilja hópsins hversu hratt er farið yfir. Notaðar verða margvíslegar skapandi aðferðir sem tengjast ritlist, leiklist, myndlist og hugleiðslu en námskeiðið byggist líka á samtölum þátttakenda um reynslu sína af bataferðum.

Fös. 1. nóv. kl. 18:00-22:00: Hrist upp í hópnum og hópurinn hristur saman. Hugmynda- og aðferðafræði hetjuferðarinnar kynnt. Unnið með ofangreindum aðferðum að því að skapa hetjuna, kynnast henni í sínu þekkta umhverfi og hjálpa henni að heyra kall til breytinga. Þessi vinna jafngildir fyrstu þremur sporum sporakerfisins.

Lau. 2. nóv.kl. 10:00-14:00: Þátttakendum hjálpað að horfast í augu við hindranir til að geta stígið inn í heim hins óþekkta ævintýris. Stígið inn í ævintýrið og unnið á skapandi hátt með ögranir og hindranir sem verða á vegi hetjunnar (spor 4-6) ásamt friðþægingu og fyrirgefningarvinnu (spor 7-9).

Sun. 3. nóv. kl. 10:00-14:00: Hetjan kemur umbreytt manneskja aftur heim í þekkt umhverfi sitt. Unnið með gjafirnar sem henni hlotnuðust í hetjuferðinni og rætt um hvernig hetjan deilir gjöfum sínum með öðrum (spor 10 – 12).

REYNSLA KENNARANS AF HETJUFERÐINNI

Björg Árnadóttir hefur á undanförnum árum kynnt sér hetjuferðina Evrópuverkefninu HIT – heroes of inclusion and transformation (2017-2019) en verkefnið var nýlega valið til kynningar á úrvalsverkefnum á sviði fullorðinsfræðslu. Hún er þegar farin að nota aðferðina í kennslu sinni, annars vegar í ritlistarkennslu þar sem hún notar hetjuferðina til að hjálpa höfundum við uppbyggingu skáldverka sinna og hins vegar á námskeiðum sem snúast um sköpun og sjálfskoðun í batavinnu; Bataferð hetjunnar. Björg þekkir tólfspora starf mjög vel. 

SKRÁNINGAR OG GREIÐSLUUPPLÝSINGAR

Skrollaðu alla leið niður til að finna skráningarformið en athugaðu að sætið er ekki tryggt fyrr en greitt hefur verið námskeiðsgjald að upphæð 35.000 kr. 

Greiðið á bankareikning Stílvopnsins: 0133-26-580815, kt. 580815-1380

eða greiðið með korti

Greiðslukvittarnir er afhentar við upphaf námskeið en fyrr ef þátttakandi þarf á að halda.

 

 

 


Hvenær?
Date(s) - 1.11.2019 - 3.11.2019
18:00 - 14:00

Hvar?
ReykjavíkurAkademíunni (Bókasafni Dagsbrúnar 4. hæð)

Skráning

Bookings are closed for this event.

Scroll to top