Endurminningaskrif (Vesturreitir á Aflagranda)

Námskeiðið er ætlað fólki á öllum aldri og er haldið í Félagsmiðstöðinni Vesturreitum, Aflagranda 40 þriðjudagana 25. sept. 2. 9. og 16. október kl. 16:00 – 18:00.

Námskeiðið er styttri útgáfa af endurminninganámskeiðum Stílvopnsins. (8 klst. í stað 16 klst.)

Kennari: Björg Árnadóttir, rithöfundur og kennari

Á námskeiðinu eru endurminningar rifjaðar upp, rætt um þær og skrifað. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja rifja upp líf sitt eða annarra og finnst skrifin vera gagnleið leið til þess en einnig þeim sem langar að skrifa og finnst endurminningar kjörið viðfangsefni. Notaðar eru margvíslegar kveikjur til upprifjunar á atburðum, tilfinningum og andrúmslofti liðinna ára. Rætt um persónulegt og samfélagslegt gildi dagbóka og ævisagna og um þá séríslensku bókmenntagrein sem minningargreinar eru. Stuttar æfingar skrifaðar og þær ræddar í hópnum. Að loknu námskeiði ættu þátttakendur að hafa í höndunum efni til að halda áfram að skrifa um.

Verð: 18.000 kr.

SKRÁNING

Skráning á námskeiðið fer fram á skrifstofu Vesturreita eða í síma 4112701. Athugið að ekki er hægt að skrá sig á þessari síðu.

 

 


Loading Map....

Hvenær?
Date(s) - 25.9.2018 - 14.10.2018
0:00

Hvar?
Félagsmiðstöðin Vesturreitir

Scroll to top