Málfar og stíll

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja ydda eigin stíl og verða meðvitaðri um áhrif orða sinna.

Kennt er í ReykjavíkurAkademíunni, Þórunnartúni 2 (Bókasafni Dagsbrúnar 4. hæð) fimmtudaga 14. nóv. , 21. nóv. og 28. nóv. kl. 18:00-21:00 (3×4 klst, alls 9 klst.).

UMMÆLI NEMENDA UM NÁMSKEIÐ STÍLVOPNSINS

Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir rithöfundur, blaðamaður og menntunarfræðingur

Verð: 26.000 kr.

GJAFAKORT FÆST HÉR

KENNSLUÁÆTLUN 

Margvíslegir textar skrifaðir í því skyni að skoða málfar og skilgreina stíl hvers þátttakanda. Rætt um algengustu hnökra í innslætti, stafsetningu, mál-, merkingar- og setningafræði, greinarmerkjum, rökhugsun og staðreyndum. Þær breytingar sem eru að verða á íslenskri tungu skoðaðar sem og máltilfinning þátttakanda sem væntanlega er ólík. Fjallað um orðaforða, málsnið og mismunandi stílbrögð og muninnn á persónulegum stíl og formlegu orðfæri. Bent á hvernig má nota rafræn hjálpartæki og mennsk augu til aðstoðar við ritun texta.

KENNSLUMARKMIÐ

  • að þátttakendur öðlist aukið öryggi og sjálfstraust við skriftir
  • að þeir temji sér að nota hjálpartæki við skrif sín
  • að þátttakendur kynnist ólíkum stílum og nálgun
  • að þátttakendur öðlist dýpri skilning á mætti orðanna og þjálfun í meðferð þeirra
  • að lesupplifun þeirra dýpki

ÁTTU Í ERFIÐLEIKUM MEÐ AÐ SKRÁ ÞIG?


Loading Map....

Hvenær?
Date(s) - 14.11.2017 - 28.11.2017
18:00 - 21:00

Hvar?
ReykjavíkurAkademían

Tegund:

Skráning

Bookings are closed for this event.