SKAPANDI SKRIF

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja auka ritfærni sína og skrifa skáldskap.

Kennt í ReykjavíkurAkademíunni, Þórunnartúni 2 (í fundarsal Bókasafns Dagsbrúnar á 4. hæð) fim. 22. sept. – 13. okt. kl. 18:00-22:00. (16 klst.)

Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir rithöfundur og fullorðinsfræðari

Verð. 40.000 kr.

(Munurinn á þessu námskeiði og helgarnámskeiðinu er að þetta er lengra (16 klst. í stað 12 klst.) og nemendum gefst  tóm til að skrifa heima þar sem vika er á milli ritsmiðja). 

KENNSLUÁÆTLUN

Fyrsta ritsmiðja (22. sept. 18:00-22:00)

Gerðar eru stuttar ritunaræfingar sem hafa það að markmiði að skapa traust í hópnum, hrista upp í heilasellunum og hjálpa þátttakendum að byrja að skrifa. Skrifaðir eru stuttir textar, rætt um þá og spunnið út frá þeim. .Heimaverkefni og umræðuþráður fyrir þá sem vilja: Hvar finn ég kveikjur að skrifum?

Önnur ritsmiðja (29. sept. 18:00-22:00)

Gerðar eru ritunaræfingar sem miða að því að byrja að skrifa sögu þó að hverjum og einum sé frjálst að fara eigin leiðir. Þátttakendur skoða og skilgreina það sem skrifað er enda læra þátttakendur fyrst og fremst af þeim verkum sem verða til í smiðjunni þótt vísað sé í heimsbókmenntirnar. Heimaverkefni og umræðuþráður: Er saga innra með mér?

Þriðja ritsmiðja (6. okt. 18:00-22:00)

Ritsmíðar þátttakenda eða hugmyndir að ritsmíðum skoðaðar og spunnið áfram. Fjallað um ólík form ritsmíða og þátttakendum gefst kostur á að máta sig við þau. Öll námskeið er þó mismunandi og eru sniðin að ólíkum þörfum hvers hóps. Heimaverkefni og umræðuþráður: Hentar önnur form ritsmíða mér betur en þau sem ég hef prófað hingað til?

Fjórða ritsmiðja (13. okt. 18:00-22:00)

Uppskeruhátíð. Þátttakendur lesa úr völdum verkum sínum og hópurinn ræðir um viðfangsefni og ritstíl hvers og eins.

KENNSLUMARKMIÐ

  • Að þátttakendur kynnist margvíslegum aðferðum til að kveikja hugmyndir að ritsmíðum
  • Að þátttakendur komist yfir hugsanlegan ótta sinn við að skrifa og að sýna öðrum skrif sín
  • Að þátttakendur styrki bæði veikar og sterkar hliðar sínar á sviði ritlistar
  • Að þátttakendur læri ýmis undirstöðuatriði sagnaritunar
  • Að þátttakendum finnist þeir hafa eflst og  vaxið að námskeiði loknu

Stéttarfélög niðurgreiða námskeið Stílvopnsins en sum gera þá kröfu að þau nýtist í starfi.


Loading Map....

Hvenær?
Date(s) - 22.9.2016 - 13.10.2016
18:00

Hvar?
ReykjavíkurAkademían

Skráning

Bookings are closed for this event.

Scroll to top