Skapandi skrif á Selfossi (helgarnámskeið)

Námskeiðið snýst um að skrifa skáldskap. Það er ætlað þeim sem:

• eru óvanir að skrifa og vantar hjálp við að byrja
• eru vanir að skrifa en vantar innblástur
• finnst gaman að skapa í skemmtilegum hópi

Kennt er í Fjölbrautaskóla Suðurlands, Tryggvagötu 25, Selfossi, fös. 23. feb. kl. 18:022:00, lau. 24. feb. kl. 10:00-14:00 og sun. 25. feb. kl. 10:00-14:00 (3×4 klst., 12 klst. alls).

Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir rithöfundur og ritlistarkennari

Verð: 32.000 kr.

LESIÐ UMMÆLI NEMENDA

GJAFABRÉF FÁST HÉR (með tölvupósti)

KENNSLUÁÆTLUN

Ritsmiðja 1: (23. feb. 18:00-22:00) Hópurinn hristur saman með stuttum ritunaræfingum. Rætt um ritunarferlið, flæði og rittregðu, og upphitunaræfingar skrifaðar. Grunnur lagður að ritun stuttrar sögu eða hvers kyns texta sem felur í sér persónusköpun og uppbyggingu spennu.

Ritsmiðja 2 (24. feb. 10:00 -14:00:00) Hópurinn finnur flöt á sameiginlegu viðfangsefni og skoðar söguefnið frá ólíkum sjónarhólum. Í framhaldi af hópverkefninu er fjallað um hlutverk persóna í skáldverkum og einstaklingsæfingar á sviði persónusköpunar og ritunar samtala lagðar fyrir.

Ritsmiðja 3 (25. feb. 10:00-14:00) Unnið með uppbyggingu frásagnar og skrifuð smásaga (eða hvert það form skáldskapar sem þátttakandi kýs). Textum deilt í hópnum, fjallað um form þeirra og inntak og unnið áfram með verkefnið eftir því sem tími gefst til.

KENNSLUMARKMIÐ

• Að þátttakendur fái að glíma við persónusköpun og uppbyggingu skáldverks.
• Að þeir öðlist aukna færni við ritun skáldskapar.
• Að þátttakendum finnist þeir hafa eflst og styrkst á sviði ritlistar.
• Að lesupplifun þátttakenda aukist.

Skapandi skrif, endurminningaskrif, greinaskrif – hvaða námskeið hentar mér best?

GREIÐSLUR OG SKILMÁLAR


Loading Map....

Hvenær?
Date(s) - 23.2.2018 - 25.2.2018
18:00 - 14:00

Hvar?
Fjölbrautaskóli Suðurlands

Tegund:

Skráning