SKAPANDI SKRIF (Berlín)

Námskeið í skapandi skrifum er haldið í íslenska sendiráðinu í Berlín, Rauchstraße 1, dagana 25. – 27. nóvember 2018. Kennsla og umræður fara fram á íslensku en hver og einn ræður á hvaða tungumáli hann skrifar.

Námskeiðið er einkum ætlað íslenskumælandi fólki sem býr í Berlín en einnig þeim sem gera sér ferð þangað vegna námskeiðsins. Athugið að ekki er um skipulagða ferð frá Íslandi að ræða.

Námskeiðið snýst um að skrifa skáldskap. Það er ætlað þeim sem:

• eru óvanir að skrifa og vantar hjálp við að byrja
• eru vanir að skrifa en vantar innblástur til að halda áfram
• finnst gaman að skapa í skemmtilegum hópi

Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir rithöfundur og ritlistarkennari

Verð: 35.000 ISK. Flest íslensk stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið.

LESIÐ UMMÆLI NEMENDA

GJAFARKORT MÁ KAUPA HÉR (með tölvupósti)

KENNSLUÁÆTLUN

Ritsmiðja 1 (sun. 25. nóv. 17:00-21:00) Hópurinn hristur saman með stuttum ritunaræfingum. Rætt um ritunarferlið, flæði og rittregðu, og upphitunaræfingar skrifaðar. Grunnur lagður að ritun stuttrar sögu eða hvers kyns texta sem felur í sér persónusköpun og uppbyggingu spennu.

Ritsmiðja 2 (mán. 26. nóvember 17:00 -21:00:00) Hópurinn finnur flöt á sameiginlegu viðfangsefni og skoðar söguefnið frá ólíkum sjónarhólum. Í framhaldi af hópverkefninu er fjallað um hlutverk persóna í skáldverkum og einstaklingsæfingar á sviði persónusköpunar og ritunar samtala lögð fyrir.

Ritsmiðja 3 (þri. 27. nóvember 17:00-21:00) Unnið með uppbyggingu frásagnar og skrifuð smásaga (eða hvert það form skáldskapar sem þátttakandi kýs). Textum deilt í hópnum, fjallað um form þeirra og inntak og unnið áfram með verkefnið eftir því sem tími gefst til.

KENNSLUMARKMIÐ

• að þátttakendur fái að glíma við persónusköpun og uppbyggingu skáldverks.
• að þeir öðlist aukna færni við ritun skáldskapar.
• að þátttakendum finnist þeir hafa eflst og styrkst að námskeiði loknu.
• að lesupplifun þeirra dýpki.

SKRÁNING OG GREIÐSLUUPPLÝSINGAR

Skráðu þig hér að neðan en athugaðu að sætið er ekki tryggt fyrr en greitt hefur verið fyrir það. Nánari upplýsingar um námskeiðið fást hjá Stílvopninu í síma 8996917 eða tölvupósti bjorg@stilvopnid.is.

Greiðsluupplýsingar Stílvopnsins:

0133-26-580815. Kennitala: 580815-1380

Erlendar greiðslur:

IBAN S62 0133 3801 0366 5808 1513 80             SWIFT (BIC) NBIIISRE

Greiða með greiðslukorti

 


Loading Map....

Hvenær?
Date(s) - 25.11.2018 - 27.11.2018
17:00 - 21:00

Hvar?
Íslenska sendiráðið

Skráning

Bookings are closed for this event.

Scroll to top