SKAPANDI SKRIF (framhaldsnámskeið)

Námskeiðið er ætlað þeim sem fást við að skrifa skáldskap. Það er haldið fyrir tilstuðlan þáttakanda á byrjendanámskeiðum Stílvopnsins sem hafa beðið um framhald  en er  að sjálfsögðu öllum opið.

Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir rithöfundur og ritlistarkennari

Verð: 35.000 ISK

LESIÐ UMMÆLI NEMENDA

GJAFARKORT MÁ KAUPA HÉR (með tölvupósti)

KENNSLUÁÆTLUN

Föstudagur 9. nóv. kl. 18:00-22:00: Stuttar upphitunaræfingar sem styðja við ritunarferli komandi daga. Stuttar æfingar um persónusköpun, samtöl, söguþráð og uppbyggingu spennu. Verkefni leyst og úrlausnir ræddar en þátttakendur einnig hvattir til að koma með eigin skrif.

Laugardagur 10. nóv. kl. 10:00-14:00: Unnið með Ferð hetjunnar (The Hero´s Journey) sem byggð er á hugmyndum goðsagnafræðingsins Joseph Campbell (The Hero with A Thousand Faces),  leikarans Paul Rebillot (A Call to Adventure) og rithöfundarins Christopher Vogler (The Writer’s Journey: Mythic Structure for Writers). Fjallað um ferð söguhetjunnar sem heyrir kallið og hlýðir því, tekst á við demóna sína til að komast yfir þröskuldinn í land hins óþekkta, mætir þar hindrunum og ögrunum og sekkur í hyldýpi þar sem hún deyr en endurfæðist, hlýtur yfirbót og öðlast gjöf sem hún tekur með sér aftur heim í land hins þekkta sem umbreytt manneskja. Æfingar byggðar á ferðalagi hetjunnar skrifaðar og rætt um umbreytingarferli hetju, í veruleika jafnt sem bókmenntum.

Sunnudagur 11. nóv. 10:00-14:00: Ýmsar aðferðir notaðar til að fara yfir skrif gærdagsins og önnur þau skrif sem þátttakendur kjósa að taka með.

KENNSLUMARKMIÐ

  • að þátttakendur glími við helstu þætti sagnaritunar
  • að þeir öðlist aukna færni við ritun skáldskapar
  • að þeir kynnist hugmyndum um ferð hetjunnar við ritun skáldskapar
  • að þátttakendum finnist þeir hafa eflst og styrkst að námskeiði loknu.
  • að lesupplifun þeirra dýpki.

SKRÁNING OG GREIÐSLUUPPLÝSINGAR

Skráðu þig hér að neðan en athugaðu að sætið er ekki tryggt fyrr en greitt hefur verið fyrir það. Nánari upplýsingar um námskeiðið fást hjá Stílvopninu í síma 8996917 eða tölvupósti bjorg@stilvopnid.is.

Greiðsluupplýsingar Stílvopnsins:

0133-26-580815. Kennitala: 580815-1380

Greiða með greiðslukorti

Greiðslukvittun er afhent í upphafi námskeið en fyrr ef um er beðið.


Hvenær?
Date(s) - 9.11.2018 - 11.11.2018
18:00 - 22:00

Hvar?
Bókasafn Dagsbrúnar

Skráning

Bookings are closed for this event.

Scroll to top