Skapandi skrif fyrir háskólafólk (El Toboso, Spánn)

Námskeiðið er ætlað fólki sem vill létta texta sína. Það er haldið af ferðaskrifstofunni Mundo í Casa de la Torre í Toboso í La Mancha héraði á Spáni vikuna 20. – 27. október.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag námskeiðs og skráningarupplýsingar má finna hér. Takið eftir að ferðaskrifstofan Mundo skráir á námskeiðið, ekki Stílvopnið. 

Leiðandi: Björg Árnadóttir, rithöfundur, blaðamaður og ritlistarkennari. Hún hefur þetta að segja um námskeiðið:

Ritlistarkennsla hefur þróast mjög á síðustu árum. Það er ekki lengur talað um skapandi skrif sem andstæðu hagnýtra skrifa. Nú er öll skrif sögð skapandi ferli en afurðir þeirra hagnýtar. Þó er gerður greinarmunur á „Creative Fiction Writing” og „Creative Non-fiction Writing” eftir því hvort fjallað er um skáldaðan veruleika eða lifaðan veruleika, þar með talin vísindi. Í ljós hefur komið að besta leiðin til að efla ritfærni er að hvetja fólk til að nálgast hugmyndir sínar á fjölbreyttan hátt. Það getur til dæmis auðveldað þeim störf sín sem fást við skýrsluskrif að reyna við ljóðformið.

Smiðja í skapandi skrifum fyrir háskólamenntað fólk snýst einkum um að efla þátttakendur við eigin skrif og sem leiðbeinendur við skrif annarra. Í upphafi námskeiðs eru þátttakendum kynntar skapandi, valdeflandi og félagsörvandi (creative, empowering and sociometric) aðferðir við að leita viðfangsefna hið innra og kjarna þau. Þá er þeim boðið að veisluborði aðferða og æfinga á sviði lifaðs jafnt sem skáldaðs veruleika. Þeir prófa að skrifa skáldskap, endurminningar og að fjalla um sérgrein sína á þann hátt að athygli hins almenna lesanda sé vakin. Þátttakendum býðst friður til innri íhugunar en þeir fá líka að kynnast ritlist sem félagslegu ferli. Kynntar eru skrifhvetjandi æfingar og viðtalstækni og fjallað á hagnýtan hátt um kennslufræði ritlistarkennslu. Hver og einn þátttakandi getur lagt áherslu á þær aðferðir sem hann kýs og sem hann telur að nýtist honum í fræðilegum greinaskrifum.

Markmið

Markmið námskeiðsins er að hjálpa þátttakendum að efla færni sína í fræðilegum skrifum, komast yfir hugrænar hindranir, finna flöt á hugsunum og velja þeim form. Markmiðið er að einstaklingar og hópurinn í heild öðlist aukið öryggi sem höfundar fræðigreina en einnig sem leiðbeinendur við skrif.

Kennslufyrirkomulag

Námskeiðið er í formi fyrirlestra, samtala, hópæfinga, eigin skrifa og umræðna um skrifin. Kenndar eru fjögurra tíma lotur í senn. Þátttakendur eru hvattir til að nýta sér stórkostlegt umhverfi staðarins til að sækja sér innblástur. Leiðbeinandi gefur kost á einkaviðtölum. Daglega er nokkur tími helgaður umræðu um hvernig nýta má það sem gert er á námskeiðinu í störfum þátttakenda.

https://mundo.is/ritlistarnamskeid-fyrir-haskolakennara/


Loading Map....

Hvenær?
Date(s) - 20.10.2018 - 27.10.2018
All Day

Hvar?
Casa de la Torre

Skráning

Bookings are closed for this event.

Scroll to top