GREINASKRIF (Reykjavík)

Námskeiðið fjallar um að koma þekkingu og viðhorfum á framfæri í rituðu máli. Það er ætlað þeim sem vilja:

 • skrifa betri greinar og færslur
 • verða dómbærari á skrif annarra
 • vilja fræðast um leiðir til að birta skrif sín
 • langar að spegla viðfangsefni sín og efnistök í öðru fólki
 • hefur gaman að því að skapa í skemmtilegum félagsskap

Kennt er í ReykjavíkurAkademíunni, Þórunnartúni 2 (Bókasafni Dagsbrúnar 4. hæð) mánudaga 29. okt., 5. nóv., 12. nóv. og 19. nóv. kl. 18:00-22:00. (4×4 klst, alls 16 klst.).

Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir rithöfundur, blaðamaður og ritlistarkennari

Verð: 45.000 kr. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið.

LESIÐ UMMÆLI NEMENDA

GJAFAKORT FÁST HÉR (tölvupóstur)

 KENNSLUÁÆTLUN

Ritsmiðja 1 (mán. 29. okt. 18:00-22:00): Hrist er upp í hópnum og heilasellunum. Uppbygging greina á mismunandi miðlum skoðuð. Þátttakendum hjálpað að skilgreina þau viðfangsefni sem þeir kjósa að skrifa um, finna á þeim fleti og afmarka lesendahóp sinn. Ákveðnar aðferðir notaðar til að byrja að skrifa drög að grein.

Ritsmiðja 2 (mán. 5. nóv. 18:00-22:00): Fjallað um einkenni góðra greina; málfar og stíl, efnisval og efnistök, uppbyggingu og lengd. Ólíkar ritunaraðferðir kynntar og prófaðar. Stuttar æfingar skrifaðar jafnt og þétt og ræddar í hópnum.

Ritsmiðja 3 (mán. 12. nóv. 18:00-22:00): Rætt um æskileg hlutföll staðreynda, skoðana, reynslusagna og tilfinninga í skrifum sem ætluð eru ólíkum hópum og um mismunandi áherslur miðlanna. Stuttar æfingar skrifaðar jafnt og þétt og ræddar í hópnum.

Ritsmiðja 4 (mán. 19. nóv. 18:00-22:00): Rætt um öflun heimilda og ólíka notkun heimilda í mismunandi miðlum. Rætt um möguleika á birtingu og hvernig hægt er að undirbúa sig fyrir viðbrögð lesenda. Í námskeiðslok eru drög þátttakenda að greinum rædd á gagnrýninn en uppbyggilegan hátt.

KENNSLUMARKMIÐ

 • að færni þátttakenda við að koma þekkingu sinni og skoðunum á framfæri aukist
 • að þeir öðlist leikni í að skilgreina og afmarka viðfangsefni sín
 • að þeir átti sig á hvernig nálgast má skrif á ólíkan hátt
 • að þeir séu viðbúnir viðbrögðum lesenda
 • að sjálfstraust þátttakenda á sviði ritunar og rökfærslu aukist
 • að lesupplifun þeirra dýpki

Skapandi skrif, greinaskrif, greinaskrif – hvaða námskeið hentar mér?

SKRÁNING OG GREIÐSLUUPPLÝSINGAR

Skráðu þig hér að neðan en athugaðu að sætið er ekki tryggt fyrr en greitt hefur verið fyrir það. Nánari upplýsingar um námskeiðið fást hjá Stílvopninu í síma 8996917 eða með tölvupósti til bjorg@stilvopnid.is.

Bankanúmer Stílvopnsins: 0133-26-580815. Kennitala: 580815-1380

Greiða með greiðslukorti

 


Loading Map....

Hvenær?
Date(s) - 29.10.2018 - 19.11.2018
18:00 - 22:00

Hvar?
Bókasafn Dagsbrúnar

Skráning

Bookings are closed for this event.

Scroll to top