Um skráningar og skilmála

ERFIÐLEIKAR MEÐ SKRÁNINGU?

  1. Neðst á síðu hvers námskeiðs stendur Skráning. Veldu fjölda þátttakenda (einn eða fleiri) og opnaðu skráningareyðublaðið.
  2. Gefa þarf upp bæði nafn og netfang greiðanda (Billing Details) og nafn og netfang þátttakanda (Attendees Info) jafnvel þótt um sama aðila sé að ræða.
  3. Ef þú hefur óvart skráð þig eða tvískráð þig breyttu skráningu með því að velja réttan fjölda skráninga í Quantity og ýta síðan á Update cart.

GREIÐSLUR

  1. Þegar þú skráir kennitölu kemstu inn á greiðslusíðu PEY. Skráning fer ekki fram fyrr en gengið er frá greiðsluupplýsingum.
  2. Á greiðslusíðunni er hægt að velja hvort greitt sé með greiðsluseðli eða greiðslukorti. Sé greitt með greiðsluseðli má skipta greiðslum og velja eindaga og gjalddaga. Nánari upplýsingar eru á greiðslusíðunni.

ENDURGREIÐSLUR

  1. Hægt er að afskrá sig endurgjaldslaust innan fjórtán daga með tölvupósti/símtali:  bjorg@stilvopnid.is, s. 8996917.
  2. Sé afskráð síðar þarf að greiða 3.000 króna skráningargjald vegna vinnu og kostnaðar Stílvopnsins við afskráningar.
  3. Hafðu samband ef skrá og greiða þarf á annan hátt en í gegnum greiðslusíðuna: bjorg@stilvopnid.is, s. 8996917.