Ummæli um Ferð hetjunnar

Hildur Helgadóttir: Frábært námskeið! Hetjuferðalagið færir manni hjálplegan og kærkominn ramma utan um lausbeislaðar og tilviljanakenndar hugmyndir. Góð leið til að skoða eigin lífsgöngu og skilja ýmislegt betur.

Guðrún Ásta: Skemmtilegt námskeið og hópurinn frábær sem ég kynntist síðasta haust. Ferðalag hetjunnar er áhugavert og virkilega skemmtilegt námskeið. Fór með mig óvænt í allt annað ferðalag en ég hafði lagt upp í en ég held að það séu einmitt bestu ævintýrin.

Svava Theódórsdóttir: Ég væri eiginlega til í að eiga eftir að fara á þetta námskeið, það var svo skemmtilegt og ég lærði svo mikið. Mæli svo innilega með þessu fyrir þá sem hafa gaman af að skrifa.

Jóhanna Guðríður Ólafsdóttir:  Ég mæli heilshugar með námskeiðum Stílvopnsins. Fyrir rúmu ári (maí 2017) voru það skapandi skrif, sem komu mér af stað og nú í nóvember (2018) lærði ég um ferð hetjunnar. Áhugavert og gagnlegt efni sem fylgt var eftir með hvetjandi æfingum og verkefnum. Afar lærdómsrík helgi í frábærum hópi skapandi fólks. Mæli heilshugar með þessu námskeiði. Þessi nálgun var einmitt það sem mig vantaði og ég er enn að vinna úr því sem Björg kenndi okkur.

Edda Vilborg Guðmundsdóttir: Ég get vitnað um mjög spennandi námskeið. Ferð hetjunnar hjálpar við að halda utan um hugmyndir í skrifum og er líka verulega gagnleg sjálfskoðun.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir: Námskeiðið hennar Bjargar Árnadóttur, Ferð hetjunnar, felur í sér spennandi áskoranir bæði fyrir hugann en líka sköpunargáfuna. Ég hef áður farið á námskeið hjá Björgu og vissi að tíma mínum yrdi vel varið. Þar að auki kynnist ég nýju fólki, frjóu og frábærum, sem jók enn fremur á ánægju og eldmóð.

Elín Eyfjörð: Ég hef þrisvar áður farið í ferðalag um lendur ritlistarinnar með Björgu sem fararstjóra , öll voru ævintýri , fróðleg og hvetjandi. Mér finnst eins og þetta námskeið hafi hnýtt hin öll saman , kveikir á eldmóði, sköpunargleði og svo var bara svo afskaplega gaman.

Scroll to top