Aðgengi, aðstoðarfólk og túlkar

Þátttaka aðstoðarfólks og túlka er ókeypis en nauðsynlegt er að vita fyrirfram af komu þeirra: bjorg@stilvopnid.is

Oft koma þátttakendur með þroskahamlanir, lesblindu eða aðrar raskanir en um námskeið Stílvopnsins gildir það sama og til dæmis jóganámskeið: Hver og einn tekur þátt í eigin forsendum.

 Í Gunnarshúsi er hjólastólaaðgengi. Svövuhús í Heiðmörk er á einni hæð en fara þarf upp eina tröppu og yfir þröskuld.

Í Bókasafni Dagsbrúnar í Þórunnartúni er með góðum vilja aðgengi fyrir litla hjólastóla. Gangur utandyra er 105 cm en dyrnar 90 cm. Trappan er 14 cm. og þröskuldurinn 7 cm.