Einkatímar í ritun
Sumir vilja síður sitja ritlistarnámskeið með öðrum. Því býður Stílvopnið einkatíma í ritun.
Námið getur verið margskonar en alltaf sniðið að þörfum þátttakandans. Þannig er hægt að fá námskeið Stílvopnsins kennd í einkatímum (með einum eða fleiri þátttakendum) eða fá hvers kyns ritlistarkennslu sniðna að óskum og þörfum þátttakanda.
Kennslan getur farið fram augliti til auglitis, á netinu eða bréflega.
Áhugasamir hafi samband: bjorg@stilvopnid.is / s. 8996917