AÐ SKAPA ÖRUGG RÝMI – FÉLAGSÖRVUN

Stílvopnið notar félagsörvunaraðferðir Jacob L. Moreno,  brautryðjanda á sviði hópmeðferðar og notkunar leiklistar í meðferðarskyni. Unnið er með dagleg viðfangsefni hópa, markmið þeirra og gildi á léttan en áleitinn hátt. Félagsörvun Stílvopnsins hentar skólum, stofnunum, vinnustöðum og stjórnendum.

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Félagsörvun (sociometry) er árangursrík aðferð til að skapa öfluga liðsheild sem er forsenda starfsárangurs. Sterk liðsheild býr yfir samheldni, eindrægni og hreinskiptni í samskiptum sem grundvallast á trausti sem verður til, vex og dafnar í andrúmslofti þar sem liðsmenn þora að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir og tjá sig um skoðanir sínar og afstöðu. Traust ýtir einnig undir vilja liðsmanna til að setja sig í spor annarra og sjá aðstæður frá sjónarhóli þeirra en það stuðlar að uppbyggilegri úrlausn viðfangsefna.

Kristín Baldursdóttur (Innri Endurskoðun Landsbankans):

,, Félagsörvunarnámskeið sem Björg Árnadóttir hélt fyrir starfsmenn Innri endurskoðunar Landsbankans var til þess fallið að tengja liðsmenn, sýna á þeim nýjar og óþekktar hliðar, ýta undir samskipti og efla traust. Námskeiðið var frumlegt og reyndi á skapandi eiginleika liðsmanna. Hópurinn, sem hefur margoft fengið til liðs við sig leikara, markþjálfa og aðra samskiptasnillinga, hafði á orði að vinnan með Björgu hefði verið sú skemmtilegasta sem þau hefðu tekið þátt í með það að markmiði að efla liðsheild hópsins. Þegar frá leið var ljóst að samskipti liðsmanna urðu persónulegri, ágreiningsmál voru rædd af ákafa og hispursleysi en án eftirmála og meiri gleði ríkti í daglegum samskiptum hópsins.”

 

Scroll to top