ENGLISH
ÍTARLEG FERILSKRÁ

BJÖRG ÁRNADÓTTIR rithöfundur, blaðamaður og ritlistarkennari kennir öll námskeið Stílvopnsins í ritlist, sköpun og félagsörvun (sociometry). Björg hefur kennt ritlist frá árinu 1988.

NÁM MA í menntunarfræðum frá HÍ (2007), blaðamaður frá Kalix Folkhögskola í Svíþjóð (1989), myndlistarkennari frá MHÍ (1983), þátttaka í menntaverkefnum Evrópusambandsins með áherslu á skapandi og valdeflandi kennslu (2009-2021), önnur fjölþjóða menntaverkefni (1996-2009), nám og endurmenntun í ritlist, myndlist, tónlist, leiklist, tölvufærni, kennslu- og námsskráfræðum og stjórnun (1963-2021).

STÖRF Framkvæmdastjóri og aðalkennari Stílvopnsins (2015-2020). Sjálfstætt starfandi í ReykjavíkurAkademíunni við ritstörf, rannsóknir, kennslu og verkefnastjórnun (2008-2021). Framkvæmdastjóri/forstöðumaður Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Framvegis – miðstöðvar um símenntun og Námsflokka Reykjavíkur (1998-2008), kennsla í tjáningu og fjölmiðlun við Fjölbrautaskólann í Ármúla (hlutastarf á árunum 1989-2003). Sumarstörf við ferðaþjónustu (2013-2016). Ritstjóri tímaritsins Veru (1989-1994). „Kulturpedagog” við Norrbottens Bildningsförbund (1984-1986). Sjálfstætt starfandi við blaðamennsku, þáttagerð, ritstörf, listsköpun og kennslu á Íslandi og í Svíþjóð (1984-1998). Sjálfboðaliðastörf við kennslu í Palestínu (2009).

BÆKUR  GRÓA (í vinnslu og væntanleg þegar guð lofar), VIKING VOYAGER (Mascot Books, 2020, þýðing og ritstjórn rétt óútkominnar íslenskrar útgáfu) LAKE MÝVATN people and places (Stílvopnið, 2015), Viking Voyager (Mascot Books, 2020, þýðandi og ritstjóri íslenskrar útgáfu sem kemur út 2021)  Af hetjum og hindrunarmeisturum/Among Heroes and demons (Divadlo bez domova, samvinnuverkefni 2019), Orð og gjörð /The Word and the Act (Teatr Grodzki, samvinnuverkefni 2013), Af heilum hug (Forlagið 2011), Storytelling at the Settlement Center (Icelandic Tourism Research Center, 2010), Forvitni, áræði, skilningur (eigin útgáfa bókar byggðrar á meistaraprófsritgerð 2007), ORD I NORD (Nettverket Ord i Nord, samvinnuverkefni, 2005), Í gegnum glerþakið – valdahandbók fyrir konur (þýðing, KRFÍ, 1999) I Nomos (eigin útgáfa með styrk frá Norrænu ráðherranefndinni, 1996), Skiss till en roman (eigin útgáfa, 1987), Varför måste jag lära mig teckna? (Skrivarförlaget, 1985). Fjöldi blaðagreina, útvarps- og sjónvarpsþátta á Íslandi og í Svíþjóð.

Björg er félagi í ReykjavíkurAkademíunni, Rithöfundasambandi Íslands, Hagþenki og Félagi kvenna í atvinnulífinu.

VIÐURKENNINGAR Starfsstyrkur Hagþenkis (2015), Starfsmenntaverðlaunin í flokki einstaklinga (2006), tilnefning til Fjölmiðlaverðlauna Norrænu ráðherranefndarinnar (1994), borgarlistamaður Luleåborgar (1987), verðlaun úr Styrktarsjóði Svövu Finsen fyrir námsárangur í Myndlista- og handíðaskóla Íslands (1983).

Sjá einnig Evrópuverkefni.

 

 

Scroll to top