Mig langar að minnast á fjórar greinar sem ég hef skrifað:

Hefurðu komið inn á Vog? (Kjarninn, 2016)
Þessi grein fer á flug í hvert sinn þegar umræðan um áfengi í búðir hefst. Mig langar að benda  ykkur á hvernig ég nota formálann til að höfða til tilfinninga lesanda. Ég dreg upp mynd af ástandinu sem er til umræðu og spyr svo lesanda samviskuspurningar.

Langvinsælasti drykkurinn (Kjarninn 2017)
Ég var pirruð út af smámunum þegar ég skrifaði þessa grein sem hlaut óvænta athygli. Kannski stafaði athyglin af því að lítilfjörlegt umkvörtunarefni var sett í stærra samhengi.

Konur hitta konur -ritbúðir í Tansaníu (Stílvopnsbloggið, 2024)
Ferðaskrif þar sem ég vinn með þekkingu, staðreyndir, skoðanir, reynslu, tilfinningar, upplifanir og hugleiðingar.

Eldri kona á Interrail (Stílvopnsbloggið, 2023)
Dæmi um tilraun til að halda úti ferðabloggi.