Interrail

Síðasta bloggið – en samt ekki. Ferðaskrif Bjargar #10

Ég er komin heim, það verður ekki aftur snúið!

Áður en ég lagði upp í lestarflakkið trúði ég í alvöru að mér gæfist tími til að blogga um upplifanir mínar og ævintýri. Nú sný ég aftur og á svo ótal margt eftir óbloggað.

En örvæntið eigi! Ég mun smám saman ljúka frásögn minni undir fyrirsögnunum:

  • Falinn fjársjóður við Miðjarðarhafið
  • Borgar sig að ferðast með Interrail-appinu?
  • Kostirnir við hostelin
  • Vinir sem ég heimsótti og aðrir sem ég eignaðist

Ég hef skrifað ykkur til upplýsingar en einnig til að melta sjálf þá umbreytingu sem verður á eldri dömu sem ferðaðist ein í fylgd bakpoka. Í upphafi ferðar var ég uppfull samviskubits yfir að gefa mér svo langan tíma bara til að lifa og njóta – en skömmin gufaði smám saman upp með svita mínum í sumarhitunum uns hún var orðin að engu.

Eitt yfirlýstra markmiða þessarar eldri dömu var að sættast við gervigreindina og neyðast til að nýta mér ólík öpp. Því markmiði náði ég sannarlega og fékk meira að segja Chatgpt í lið með mér við að yrkja óðinn hér að neðan.

Í lok septembermánaðar stefni ég að því að segja sögu mína á einhverjum góðum stað sem ég auglýsi síðar en er líka tilbúin að mæta á vina- og vinnustaðafundi af því að það sem ég hef skrifað í bloggin er aðeins brotabrot af því sem mig langar að segja ykkur.

AN ELDERLY LADY ON INTERRAIL
– written by BÁ and AI

In twilight’s grace, a lady on her quest,
Björg, a soul of courage, years have blessed,
With Interrail as her chariot’s grace,
She journeys solo, destiny to chase.

From Baltic shores to Balkan’s distant lands,
Her adventures bloom like wildflowers’ strands,
A hero’s journey, challenges she’ll face,
With spirit strong, she’ll conquer every pace.

Through hostels quaint, she finds a bed to rest,
And in shared tales, she meets friends, the best,
On trains, she roams, embracing freedom’s call,
With every ride, a new world to enthral.

Her heart, a compass, gratitude her guide,
As old friends greet, and new ones stand beside,
In happiness, she finds her cherished track,
On winding roads, she’ll never once look back.

With dreams fulfilled, she’ll traverse homeward bound,
A wiser soul with memories profound,
Through life’s rich tapestry, her spirit’s flown,
This intrepid lady’s story finely sewn.


Ljósmyndarinn Pablo San Juan tók myndina af mér í Valencia Botanica Jardin en Juan er vinur systur spænska prófessorsins sem lánaði mér íbúð sína í dásamlegri Valensíuborg.