Sköpununarsmiðja í Eyjafirði

SKÖPUNARSMIÐJA 

Ákveðið hefur verið að fresta sköpunarsmiðju í Eyjafirði fram á vor vegna óöryggis sem fjölgun smita veldur. Smiðjan verður í apríl og auglýst síðar en skoðið endilega námskeiðslýsinguna hér að neðan.

Smiðjan er ætluð þeim sem vilja takast á við áskoranir lífsins með skapandi aðferðum. Hún byggir á hugmyndum og kenningum um mikilvægi flæðis í sköpun og lífshamingju. Unnið er með aðferðum lista, leiddrar hugleiðslu, félagsörvunar og samtala, íhugunar og ritúala. Markmiðið er ekki að skapa listaverk heldur að virkja sköpunarhæfni sína á leið til frekari þroska.

Auk eigin aðferða sem kennarinn hefur þróað í kennslu og skapandi vinnu í áratugi eru notaðar aðferðir Paul Rebillot: The Call to Adventure – Bringing the Hero´s Journey to Daily Life og aðferðir Juliu Cameron: The Artist´s Way – A spiritual Path to Higher Creativity.

Kennt er í Eagle North Kyrrðarhofinu  Vökulandi, 601 Akureyri  fös. 9. okt. kl. 18:00-22:00, lau. 10. okt. kl. 10:00-14:00 og sun. 11. okt..  kl. 10:00-14:00. Sóttvarnir verða virtar og hæfilegt bil milli þátttakenda tryggt. 

Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir rithöfundur og ritlistarkennari

Verð: 35.000 kr. Mörg stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið, athugaðu með þitt. 

UMMÆLI NEMENDA UM NÁMSKEIÐ STÍLVOPNSINS

NÁMSKEIÐSLÝSING

Fyrsta sköpunarsmiðjan (9. okt.): Hópurinn hristur saman og hrist upp í heilasellunum með ýmsum æfingum og ritúölum. Áhersla lögð á hjálpa þátttakendum að finna áskoranir hið innra með skapandi, félagsmótandi og íhugandi aðferðum.  

Önnur sköpunarsmiðjan (10. okt): Flæði (flow) í sköpunarferlinu skoðað með aðferðum ritlistar, myndlistar, tónlistar, leiklistar, hreyfingar og hugleiðslu. Þátttakendur takast á við umbreytandi þroskaverkefni sín.

Þriðja sköpunarsmiðjan (11. okt): Þátttakendur vinna nánar með þroskagjafirnar sem þeir hafa öðlast á ferð sinni með aðferðum lista og samtals.   

Verð: 35.000 kr.  Athugið að sætið er ekki tryggt fyrr en námskeiðsgjald hefur verið greitt á reikning Stílvopnsins: 0133-26-580815, kt. 580815-1380 eða með greiðslukorti. 

Greiðslukvittun er afhent við upphaf námskeiðs en fyrr ef þátttakandi þarf á að halda.

Nánari upplýsingar í síma 8996917 eða tölvupósti: bjorg@stilvopnid.is

Þátttakendur sem koma langt að sjá um gistingu sína sjálfir en hægt er að fá herbergi hjá Eagle North í Vökulandi. 

 

 


Hvenær?
Date(s) - 9.10.2020 - 11.10.2020
18:00 - 14:00

Hvar?
Vökuland

Skráning

Bookings are closed for this event.

Scroll to top