ENDURMINNINGASKRIF

ENDURMINNINGAR (STAÐBUNDIÐ NÁMSKEIÐ)

Námskeiðinu hefur verið frestað fram á haust. 

Notaðar eru margvíslegar kveikjur til að sækja minningar og kynntar ólíkar aðferðir til að skrá eigin minningar og annarra. Rætt um hvernig minnið virkar og dagbækur, minningagreinar, ævisögur, sjálfsögur og fleiri form endurminningaskrifa skoðuð ásamt því hvernig nálgast má sama viðfangsefni á mismunandi hátt.Kynntar leiðir til að nota heimildir við endurminningaskrif. 

Námskeiðið er ekki fagnámskeið um ævisagnaritun þótt það geti hentað sem slíkt. Fólk sækir námskeiðið af margvíslegum ástæðum; sum einkum til rifja upp atburði ævi sinnar og endurvekja gamlar tilfinningar, önnur af því að þeim sýnist endurminningar vera auðvelt viðfangsefni til að byrja að skrifa um og enn önnur eru að skrifa verk byggð á eigin lífi eða annarra. Fólk á öllum aldri sækir námskeiðið sem gefur þeim mikla og skemmtilega breidd.  

Leiðbeinandi er Björg Árnadóttir rithöfundur og ritlistarkennaribjorg@stilvopnid.is / s. 899 6917

Verð: 49.000 kr.

Umsagnir um námskeið Stílvopnsins

FYRIRKOMULAG

Námskeiðið er haldið í Bókasafni Dagsbrúnar, ReykjavíkurAkademíunni (Þórunnartúni 2, 105) Reykjavík þri. 13 apríl – 4. maí k. 18:00-22:00 (16 klst. alls). Auglýst með fyrirvara um breytingar  vegna sóttvarna. 

NÁMSKEIÐSLÝSING

Þri. 13. apríl kl. 18:00-22:00: Hrist upp í hópnum með skapandi upphitunaræfingum og kveikjum sem vekja minningar og sögur. Byrjað að skrifa stutta endurminningatexta. Æfingar og umræður. 

Þri. 20. apríl kl. 18:00-22:00: Athyglinni beint inn á við og rætt um dagbækur, sjálfsögur og fleiri form eigin endurminninga. Kynntar ólíkar aðferðir til að koma efni á blað. Æfingar og umræður.

Þri. 27. apríl kl. 18:00-22:00: Skoðað hvernig skrifa má um annað fólk einkum út frá ævisögum og hinni alíslensku bókmenntagrein, minningargreinum. Æfingar og umræður.

Þri. 4. maí kl. 18:00-22:00: Afrakstur námskeiðsins skoðaður sem og önnur skrif sem þátttakendur vilja deila og fá viðbrögð við. 

GREIÐSLUFYRIRKOMULAG

Vinsamlegast greiðið námskeiðsgjald, 49.000 kr., á reikning Stílvopnsins, 0133-26-580815, kt. 580815-1380 eða borgið með korti

 

 

 

 


Hvenær?
Date(s) - 13.4.2021 - 4.5.2021
18:00 - 22:00

Skráning

Bookings are closed for this event.

Scroll to top