ENDURMINNINGASKRIF (REYKJAVÍK)

Endurminningaskrif
Staðbundið námskeið í Reykjavík.
Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistarkennari og MA í menntunarfræðum skapandi greina.
Verð: 49.900. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið Stílvopnsins.
Kennt er í ReykjavíkurAkademíunni, Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík miðvikudaga 13. október – 3. nóvember kl. 18:00-22:00 (16 klukkustundir alls).

Um námsefnið

Margvíslegar kveikjur eru notaðar til að vekja minningar og ólíkar aðferðir kynntar til að skrá þær; dagbækur, minningarorð, ævisögur, skráning viðtala, sjálfsögur, samfélagsmiðlar, hlaðvörp og fleira. Þátttakendur sækja námskeiðið ýmist til að rifja upp eigin minningar eða vegna forvitni um fortíð formæðra  sinna og -feðra. Sum koma einkum til upprifjunar á því liðna á meðan öðrum finnast skrif um endurminningar góð leið til að kynnast ólíkum ritunaraðferðum. Námskeiðið er ekki fagnámskeið um ævisagnaritun heldur fræðandi og nærandi samvera fólks á öllum aldri þótt oft sæki það ævisagnaritarar í innblástursleit.

Tilhögun námskeiðs

Mið. 13. okt. kl. 18:00-22:00: UPPHITUN
Hópurinn kynnist og kyndir undir rithæfni sinni með stuttum æfingum. Kveikjur eru notaðar til að byrja að rifja upp og skrifa um eigið líf og annarra.

Mið. 20. okt. kl. 18:00-22:00: DAGBÆKUR OG VIÐTÖL
Fjallað um nota- og heimildagildi dagbóka og ólíkar aðferðir við dagbókaskrif kynntar. Fjallað um viðtöl og ýmsar leiðir við úrvinnslu þeirra. Rætt um ólíkar leiðir til birtingar skrifa sem byggjast á endurminningum.

Mið. 27. okt. kl. 18:00-22:00: MINNINGARORÐ OG SKRIF UM ANNAÐ FÓLK
Minningargreinar, sú séríslenska bókmenntagrein, er krufin og breytingar sem orðið hafa á greinunum í áranna rás. Fjallað um færar leiðir þegar skrifað er um annað fólk en einnig ógöngur sem höfundar lenda iðulega  í
. Þau sem eiga minningarorð í fórum sínum deila þeim með hópnum. Rætt um heimildanotkun og -leit við ritun endurminninga.

Mið. 3 nóv. kl. 18:00-22:00: ÚRVINNSLA
Þar sem hvert námskeið litast af áhugamálum og úrlausnum  þátttakenda snýst lokakvöldið um að deila skrifum og hugmyndum sem kviknað hafa á námskeiðinu. Áfram er haldið að þróa hugmyndir með samtölum og frekari skrifum.

Engin heimaverkefni eru lögð fyrir en þátttakendur grúska og skrifa eins og þá lystir á milli tíma.

,,Og svo er náttúrulega einstakt að vera með mögnuðum manneskjum á svona námskeiði, læra af fólki og sjá inn í sál þess og reynslu. Guðdómleg upplifun. Mæli eindregið með Björgu sem leiðbeinanda. Hún kann að skapa öruggt rými fyrir alla til að vaxa og eflast – og umfram allt, til að tjá sig í skrifum.” (Sigríður Jónsdóttir).

Skráning og greiðslur

 Tryggðu þér sæti með því að skrá þig hér að neðan og greiða námskeiðsgjald, 49.900 kr., á reikning Stílvopnsins 0133-26-580815 (kt. 580815-1380) eða með greiðslukorti. 

Vinsamlegast hafið samband ef staðfestingarpóstur berst ekki: bjorg@stilvopnid.is /s. 8996917.

 

 

 


Hvenær?
Date(s) - 13.10.2021 - 3.11.2021
18:00 - 22:00

Skráning


Scroll to top