ENDURMINNINGASKRIF

Námskeið Stílvopnsins hefjast aftur í ágúst.

ENDURMINNINGASKRIF (eingöngu staðkennt)

Notaðar eru margvíslegar kveikjur sem vekja minningar og kynntar ýmsar aðferðir til að skrá minningar. Rætt er um dagbækur, minningargreinar, ævisögur, sjálfsögur og fleiri form endurminningaskrifa. Sum koma einkum til að rifja upp liðna atburði og endurvekja gamlar tilfinningar en öðrum þykja endurminningaskrifin tilvalin leið til að drífa sig í að byrja að skrifa. Enn önnur eru langt komnir með  verk byggð á eigin endurminningum eða annarra. Námskeiðið er þó ekki fagnámskeið um ævisagnaritun.

Leiðbeinandi er Björg Árnadóttir, rithöfundur, blaðamaður og ritlistarkennaribjorg@stilvopnid.is / s. 899 6917

Fólk á öllum aldri sækir námskeiðið enda þurfa minningar ekki að vera gamlar. Aldursbil þátttakenda getur verið fimmtíu ár sem gefur samverunni aukið gildi. Á þessu námskeiði er ekki skrifað jafnt og þétt eins og á öðrum námskeiðum Stílvopnsins heldur eru mörg verkefnanna þannig að hver og einn getur valið hvort hann leysir þau og hvenær. Einnig má koma með eldri skrif á námskeiðið.

Endurminninganámskeiðið (16 klst.) er aðeins kennt í stofu en ekki í fjarnámi. dagsetningar haustannar verða settar hér inn í ágúst. Kennt er eitt kvöld í viku (18:00-22:00) í fjórar vikur. Hægt er fá námskeiðið samanþjappað sem helgarnámskeið á landsbyggðunum. Verð: 49.900 kr.

 


Hvenær?
Date(s) - 3.8.2021 - 31.12.2021
0:00

Scroll to top