Endurminningaskrif

Námskeið um ritun endurminninga í Reykjavík á mánudögum 3. – 24. febrúar.

Á námskeiðinu eru margvíslegar kveikjur notaðar til að vekja minningar, ræða um þær og skrifa. Dagbækur, minningargreinar, ævisögur, sjálfsögur og fleiri form endurminninga eru skoðuð. Sumir koma aðallega af því að þá langar að rifja upp atburði og tilfinningar liðinna ára en aðrir til að láta langþráðan draum um að skrifa rætast. Og svo eru það þeir sem þegar eru byrjaðir að skrifa eigin endurminningar eða grúska í ættarsögunni. Fólk á öllum aldri kemur til að skrifa um eigin minningar eða annarra.

Kennt er í ReykjavíkurAkademíunni, Þórunnartúni 2 (á fjórðu hæð í fundarsal Bókasafns Dagsbrúnar) á mánudögum 3. – 24. febrúar kl. 18:00-22:00 (4×4 klst., 16 klst. alls).

Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir rithöfundur og ritlistarkennari

Verð: 45.000 kr. Flest stéttarfélag niðurgreiða námskeiðið, athugaðu með þitt.

Nánari upplýsingar í síma 8996917 og hjá bjorg@stilvopnid.is                         

Skráningarformið finnurðu neðst á þessari síðu. 

UMMÆLI UM NÁMSKEIÐ STÍLVOPNSINS

GJAFABRÉF FÁST HÉR (tölvupóstur)

KENNSLUÁÆTLUN

Fyrsta ritsmiðja (3. feb. kl. 18:00-22:00): Fjallað um minnið og hvernig minningar taka breytingum. Gerðar stuttar ritunaræfingar til að hrista upp í heilasellunum og hrista saman hópinn. Margvíslegar kveikjur notaðar til upprifjunar á andrúmslofti, tilfinningum og atburðum. Stuttir textar skrifaðir og ræddir í hópnum.

Önnur ritsmiðja (10. feb. kl. 18:00-22:00): Ýmsar aðferðir notaðar til að sækja sögur í minnið, deila þeim munnlega og skrifa þær. Rætt um tilfinningalegt og sagnfræðilegt gildi dagbóka og æfingar gerðar sem tengjast dagbókaskrifum. Textar ræddir í hópnum.

Þriðja ritsmiðja (17. feb. kl. 18:00-22:00): Kynning á ólíkum aðferðum til að skrá minningar. Rætt um ævisagnaritun og sjálfsbókmenntir og um leiðir til að sækja, skrá og geyma minningar annarra eða eigin minningar um aðra. Rætt um bókmenntafræðilegt, sagnfræðilegt og tilfinningalegt gildi þeirrar íslensku bókmenntahefðar sem kallast minningargreinar og þátttakendum býðst að deila minningagreinum sem þau hafa skrifað.

Fjórða ritsmiðja (24. feb. kl. 18:00-22:00): Síðasti tíminn fjallar að mestu um að þá texta (eða önnur sköpunarverk) sem orðið hafa til á námskeiðinu. Þátttakendur deila verkum sínum með hópnum sem ræða innihald þeirra og frásagnaraðferð. Umræðan kveikir nýjar minningar og fæðir af sér nýja texta sem unnið er með eftir aðstæðum hverju sinni.

Þetta er ekki fagnámskeið í ritun ævisagna en getur gagnast þeim sem fást við slík skrif. 

Næsta námskeið á eftir þessu verður á haustönn 2021.

KENNSLUMARKMIÐ

  • að þátttakendur læri að nota margvíslegar kveikjur til að rifja upp minningar
  • að þátttakendur þjálfist í að skoða og skrifa um minningar frá mismunandi sjónarhólum og með mismunandi aðferðum.
  • að þátttakendum finnist þeir hafa eflst og styrkst að námskeiði loknu.
  • að lesupplifun þeirra dýpki.

SKRÁNING OG GREIÐSLUUPPLÝSINGAR

 Skráningarform er hér að neðan. Athugaðu að sætið er ekki tryggt fyrr en greitt hefur verið fyrir það. Vinsamlegast greiddu 45.000 kr.  á reikning Stílvopnsins 0133-26-580815, kennitala: 580815-1380 eða með greiðslukorti 

Greiðslukvittun er afhent í upphafi námskeiðs en fyrr ef þátttakandi óskar.

 

 

 

 


Hvenær?
Date(s) - 3.2.2020 - 24.2.2020
0:00

Hvar?
ReykjavíkurAkademíunni (Bókasafni Dagsbrúnar 4. hæð)

Skráning

Bookings are closed for this event.

Scroll to top