HETJUFERÐIN (The Hero´s Journey)

Hetjuferðin


Námskeiðið er haldið  7. – 27 febrúar í samstarfi Stílvopnsins
við Endurmenntun Háskóla Íslands.

Nánari upplýsingar og skráning er hér á vef EHÍ. 

Ævafornt minni Hetjuferðarinnar hefur fylgt mannkyni síðan það fór að segja sögur og átta sig á umbreytingarmætti sagnalistarinnar. Hetjuferðin er þekkt bókmenntahugtak sem í síauknum mæli er notað til sjálfskoðunar: Hetjan í sínu þekkta umhverfi heyrir kall til breytinga en til að hlýða því þarf hún að yfirstíga ytri og innri hindranir. Hetjan stígur inn í óþekktan heim ævintýrisins þar sem ögrandi þroskaverkefni bíða hennar, hún hlýtur eldskírn og í ferli friðþægingar öðlast hún gjöf. Umbreytt snýr hetjan aftur til síns heima með gjöf sem gagnast samfélagi hennar öllu.

Í upphafi vita þátttakendur ekki hvert þeir stefna en brátt eru þeir lagðir upp í Hetjuferðalag ýmist með því að skrifa skáldverk eða um hetjuferðir eigin lífs. Ólíkur bakgrunnur, nálgun og efnistök þátttakenda dýpka umfjöllunarefni námskeiðsins.

Hugmyndum goðsagnafræðingins Joseph Campbell, handritshöfundarins Chris Vogler og leikhússmannsins Paul Rebillot er fléttað saman við þekkingu og kennslureynslu leiðbeinandans.

Leiðbeinandi er Björg Árnadóttir, rithöfundur og ritlistarkennari (sjá hlaðvarpsviðtal um Hetjuferðina hér)

Umsagnir:

Ásthildur Kristín Garðarsdóttir (Hetjuferðin 2021): ,,Mjög gott og áhugavert námskeið. Þetta er svo margfalt stærra og meira en ég gerði mér grein fyrir og ég mun án efa nýta mér aðferðina í skrifum og ekki síður í lífinu. Björg nær að kveikja í manni neista sem vekur upp forvitni og kjark.”

Hulda Ragnheiður Árnadóttir (Hetjuferðin 2021): ,,Hetjuferðin var eins og ævintýri fyrir mér. Ég kom á námskeiðið með ákveðnar hugmyndir um hvað ég vildi skrifa, en eins og fyrir einhverja töfra tók ég algjöra U-beygju og skrifaði eitthvað allt annað sem ég vissi ekki einnu sinni að væri til í mínum hugarfylgsnum. Það er magnað að sjá hvernig Björg leiðir okkur áfram í hæfilega stórum skrefum til að við fáum að uppgötva sjálf þessa leyndardóma og sjá að við getum svo miklu meira en við höldum, þegar kemur að því að setja saman texta.”

 

 

 


Hvenær?
Date(s) - 7.2.2022 - 28.2.2022
18:00 - 22:00

Scroll to top