Hetjuferðin á netinu

Hetjuferðin (The Hero´s Journey)

Hetjuferðin er þekkt hugtak í frásagnarfræðunum. Margir hafa skoðað og þróað þá hugmynd að flestar sögur heims – jafnt fornar goðsagnir sem og bækur og kvikmyndir nútímans en ekki síst lífssögur allra manna – fjalli um hetju sem stígur inn í heim ævintýrisins. Þar mætir hún ögrunum og hindrunum, deyr táknrænum dauða en endurfæðist, vinnur sigra og öðlast gjafir sem hún snýr með sem umbreytt manneskja aftur til sín fyrri veruleika. Í alvöru hetjuferð gagnast gjafir hetjunnar samfélaginu hennar öllu. Nánar um hetjuferðina

Námskeið um hetjuferðina er haldið á netinu 13. okt. – 10. nóv. með þessu fyrirkomulagi:

20. okt. – 17. nóv. Fyrirlestrar settir á zoom kl. 8:00 á þriðjudögum.
20. okt. – 17. nóv. Umræður í öllum hópnum. Þri. 18:00-19:00 og lau. 15:00-16.00.
20. okt. – 17. nóv. Umræður í minni hópum á tímum sem henta hverjum hópi
20. okt. – 17. nóv: Textum deilt og um þá rætt á facebook.
20.okt. – 17. nóv: Aðgangur að kennara á umsömdum tímum. 

Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir rithöfundur og ritlistarkennari. Nánari upplýsingar: 8996917 eða bjorg@stilvopnid.

Verð: 48.000 kr. Mörg stéttarfélag niðurgreiða námskeiðið, athugaðu með þitt. 

Ummæli um Hetjuferðarnámskeiðin

NÁMSKEIÐSLÝSING

HEIMUR HINS ÞEKKTA (20. – 27. okt.): Hrist upp í hópnum með upphitunaræfingum. Hugmyndin um hetjuferðina kynnt. Stuttir textar skrifaðir. Fjallað um söguhetjuna í daglegu umhverfi sínu áður en hún hlýðir kallinu til ævintýrisins. Hver er hetjan og hvernig er daglegt líf hennar? Hvert er kallið og hvað stendur í vegi fyrir að hetjan stígi inn í heim ævintýrisins?  

HEIMUR HINS ÓÞEKKTA (27. okt. – 3. nóv.): Hvað hindrar hetjuna á vegferð hennar? Hvernig berst hún gegn hindrunum sínum og tekst á við ögranir í heimi ævintýrisins. Hvernig tekst hetjan á við friðþægingarferlið sem færir henni gjöfina? Ýmsar æfingar og kveikjur notaðar til skrifa um farartálma og sigra hetjunnar á ferð sinni.

ENDURKOMAN (3. nóv. – 10. nóv.): Skrifað um komu hetjunnar með gjöf sína aftur í sitt þekkta umhverfi. Hvernig nýtist gjöfin hetjunni og samfélagi hennar?

NIÐURSTÖÐUR (mán. 10. – 17. nóv. ). Unnið er frekar með þær hugmyndir og texta sem orðið hafa til í fyrri ritsmiðjum. Sögunum er deilt með hópnum sem ræðir um efnivið og efnistök höfunda sem og þann þroska sem bæði hetjur og höfundar taka út á námskeiðinu. 

SKRÁNING OG GREIÐSLUUPPLÝSINGAR

Staðfestið skráninguna með því að greiða þátttökugjald, 48.000 kr., á reikning Stílvopnsins: 0133-26-580815, kennitala: 580815-1380 eða með greiðslukorti

 

 


Hvenær?
Date(s) - 20.10.2020 - 17.11.2020
18:00

Skráning

Bookings are closed for this event.

Scroll to top