HETJUFERÐIN (THE HERO’S JOURNEY)

HETJUFERÐIN (THE HERO’S JOURNEY) Í OKTÓBER 2022

Fimmtudagar 6. okt.– 27. okt. kl. 18:00-22:00  í Bókasafni Dagsbrúnar, Þórunnartúni 2 (16 klst.).
Kennari: Björg Árnadóttir, ritlistarkennari, rithöfundur og blaðamaður.
Verð: 59.900 kr. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið.

Önnur námskeið Stílvopnsins á haustönn 2022

Hvað er Hetjuferðin?

Ævafornt minni Hetjuferðarinnar hefur fylgt mannkyni síðan það fór að segja sögur og átta sig á umbreytingarmætti sagnalistarinnar. Hetjuferðin er þekkt bókmenntahugtak sem í síauknum mæli er notað til sjálfskoðunar: Hetjan í sínu þekkta umhverfi heyrir kall til breytinga en til að hlýða kalli sínu þarf hetjan að yfirstíga innri og ytri hindranir. Hún stígur inn í óþekktan heim ævintýrisins þar sem ögrandi þroskaverkefni bíða, hlýtur eldskírn og öðlast gjöf í ferli friðþægingar og sátta. Umbreytt snýr hetjan aftur til síns heima með gjöf sem gagnast samfélagi hennar öllu.

Hetjan er ekki ofurhetja heldur sú sem er tilbúin að mæta áskorunum lífsins, jafnvel þótt óttaslegin sé.

Innihald námskeiðs

Í upphafi vita þátttakendur sjaldnast hvert þeir stefna en án þess að taka eftir því  eru þeir lagðir af stað í hetjuferð, ýmist með því að skrifa um skáldaðan eða lifaðan veruleika. Ólíkur bakgrunnur, nálgun, efnistök og áhugi hvers og eins dýpka umfjöllunarefni hetjuferðarnámskeiðsins.

Hugmyndum goðsagnafræðingsins Joseph Campbell, handritshöfundarins Chris Vogler og leikhússmannsins Paul Rebillot er fléttað saman við þekkingu og kennslureynslu leiðbeinandans. Hlaðvarpsviðtal um Hetjuferðina.

Fyrirkomulag námskeiðs

Fim. 6. okt. kl. 18:00-22:00: HETJAN
Kynning á hugmyndafræði Hetjuferðarinnar. Upphitun með aðferðum sem hrista þátttakendur saman og hjálpa þeim að setja sig í spor hetjunnar. Skrifað og skrafað um hetjuna frá ólíkum sjónarhólum.

Fim. 13. okt. kl. 18:00-22:00: HETJAN OG HINDRANIRNAR
Hetjan horfist í augu við hindranir sínar áður en hún stígur inn í heim hins óþekkta.

Fim. 20. okt. kl. 18:00-22:00: HETJAN OG HEIMUR HINS ÓÞEKKTA
Skrifað um ævintýri og þroskaverkefni hetjunnar í hinum óþekkta heimi.

Fim. 27. okt. kl. 18:00-22:00: HETJAN, HEIMFERÐIN OG GJÖFIN
Áfram er skrifað um hinn óþekkta heim þar sem hetjan, í ferli friðþægingar og sátta, öðlast gjöf sem hún snýr með aftur til síns heima.

Ekki er lögð fyrir heimaverkefni en þátttakendum er að sjálfsögðu frjálst að skrifa að vild á milli skipta.

Ásthildur Kristín Garðarsdóttir (Hetjuferðin 2021):

Þetta er svo margfalt stærra og meira en ég gerði mér grein fyrir og ég mun án efa nýta mér aðferðina í skrifum og ekki síður í lífinu. Björg nær að kveikja í manni neista sem vekur upp forvitni og kjark.”

Frekari upplýsingar: bjorg@stilvopnid.is / s. 899 6917.

Skráning og greiðslur

Skráning hér að neðan (vistið lykilorðið fyrir síðari skráningar). Reikningur að upphæð 59.900 kr. kemur í heimabanka en einnig má greiða með greiðslukorti

Endurgreiðsluskilmálar. 

Vandræði með skráningu/greiðslu: bjorg@stilvopnid.is / s. 899 6917. Reikningsnúmer: 0133-26-580815 / kt. 580815-1380. 


Hvenær?
Date(s) - 6.10.2022 - 27.10.2022
0:00

Hvar?
ReykjavíkurAkademían

Skráning


Scroll to top