HETJUFERÐIN

Námskeið Stílvopnsins hefjast aftur í ágúst.

NÁMSKEIÐ BYGGÐ Á HETJUFERÐINNI (staðkennd/fjarkennd/einkatímar)

Fjögur mismunandi hetjuferðarnámsskeið eru kennd (sjá að neðan) og dagsetningar þeirra verða settar hér inn í ágúast. Um öll gildir eftirfarandi:

Námskeiðin eru eins og nafnið gefur til kynna hetjuferð. Fjallað er um frásagnarlíkanið The Hero’s Journey (stundum nefnd the monomyth eða frumgoðsagan) og þátttakendur takast á hendur ævintýraferð inn í hinn óþekkta heim og aftur tilbaka.

Hetjuferðina (The Hero´s Journey) er að finna í goðsögum og ævintýrum allra tíma, í kvikmyndum og bókmenntum samtímans en fyrst og fremst lýsir hún ferðalagi allra um eigin líf. Hetjan í sínum þekkta heimi heyrir kall til breytinga. Hún horfist í augu við það sem hindrar hana áður en hún hlýðir kallinu og tekur skrefið inn í hinn óþekkta heim. Þar mæta henni margvísleg þroskaverkefni (oft þrjú í ævintýrunum), hún hlýtur eldskírn,  gengur í gegnum ferli friðþægingar og öðlast gjöf sem hún tekur sem umbreyttt manneskja með sér aftur til síns heima. Í alvöru hetjuferð gagnast gjöfin samfélagi hetjunnar öllu. 

Námskeiðið sækir fjölbreyttur hópur fólks og hetjuferðin kemur flestum á óvart enda vinna höfundar jöfnum höndum með sköpun og tilfinningavinnu. Hugmyndir og aðferðir Joseph Campbell, Christopher Vogler og Paul Rebillot eru hafðar til hliðsjónar á námskeiðunum. Námskeiðin eru upplifun sem krefjast fullrar virkni frá upphafi

Leiðbeinandi er Björg Árnadóttir, rithöfundur, blaðamaður og ritlistarkennaribjorg@stilvopnid.is / s. 899 6917

Nánar um Hetjuferðina
Viðtal um Hetjuferðina

Hetjuferðin – skapandi skrif (16 klst.): Ritlistarnámskeið þar sem skrifaður er hetjuferðarhringur. Námskeiðið í stofu er eitt kvöld í viku (18:00-22:00) í fjórar vikur. Fjarkennt er námskeiðið tvisvar í viku tvo tíma í senn í fjórar vikur. Verð: 49.900.  

Hetjuferðin – sköpunarsmiðja (12 klst.): Þátttakendur spegla verkefni lífs síns í hetjuferð sem farin er með margvíslegum skapandi aðferðum (myndlist, ritlist, tónlist, leiklist, gestalt, leiddri hugleiðslu, samtölum og shamanisma). Námskeiðið er haldið í stofu, oftast um helgar (fös. 18:00-22:00, lau. 10:00-14:00 og sun. 10:00-14:00). Verð 39.900 kr.

Hetjuferðin og tólfsporaleiðin (12 klst. eða 4 klst.): Sköpunarsmiðja (sjá að lýsingu á sköpunarsmiðju að ofan) þar sem hetjuferðin er spegluð í hinni þekktu tólfspora bataaðferð. Námskeiðið er haldið í stofu, oftast um helgar (fös. 18:00-22:00, lau. 10:00-14:00 og sun. 10:00-14:00). Verð 39.900 kr. Hægt er að fá fjögurra klukkustunda útgáfu af þessu námskeiði (verð til hópa eftir samkomulagi).

Persónuleg hetjuferð á netinu (16 klst.): Þátttakendur fá fyrirlestra og verkefni send en stunda námið einir án samtala og samvinnu í hópi. Einkatími með kennara á netinu einu sinni í viku. Hægt er að byrja hvenær sem er en námskeiðið stendur í fjórar vikur.


Hvenær?
Date(s) - 2.8.2021 - 31.12.2021
0:00

Scroll to top