HETJUFERÐIN (AKUREYRI)

Hetjuferðin á Akureyri

Staðbundið ritlistarnámskeið 
Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistarkennari og MA í menntunafræðum skapandi greina 
Kennt er á mánudögum og fimmtudögum 2., 6., 9. og 13. september kl. 18:00-22:00 hjá Símey, Þórsstíg 4, 600 Akureyri (16 klst. alls)
Verð. 49.900. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið Stílvopnsins.
Námskeiðið er líka í boði fjarkennt.

Um Hetjuferðina (The Hero´s Journey)

Ævafornt minni Hetjuferðarinnar hefur fylgt mannkyni síðan það fór að segja sögur og átta sig á umbreytingarmætti sagnalistarinnar. Hetjuferðin er þekkt bókmenntahugtak sem í síauknum mæli er notað til sjálfskoðunar: Hetjan í sínu þekkta umhverfi heyrir kall til breytinga en til að hlýða því þarf hún að yfirstíga ytri og innri hindranir. Hetjan stígur inn í óþekktan heim ævintýrisins þar sem ögrandi þroskaverkefni bíða hennar, hún hlýtur eldskírn og í ferli friðþægingar öðlast hún gjöf. Umbreytt snýr hetjan aftur til síns heima með gjöfina sem gagnast samfélagi hennar öllu.

Í upphafi vita þátttakendur ekki hvert þeir stefna en brátt eru þeir lagðir af stað í Hetjuferðalag með skrifum sínum ýmist með því að skrifa skáldverk byggð á frásagnarlíkani Hetjuferðarinnar eða um hetjuferðir eigin lífs. Ólíkur bakgrunnur, nálgun og efnistök þátttakenda dýpka upplifunina af námskeiðinu.

Hugmyndum goðsagnafræðingins Joseph Campbell, handritshöfundarins Chris Vogler og leikhússmannsins Paul Rebillot er fléttað saman við þekkingu og kennslureynslu leiðbeinandans.

Nánar um Hetjuferðina
Viðtal við Björgu Árnadóttur um Hetjuferðina

Tilhögun námskeiðs

Fim. 2. sept. kl. 18:00-22:00: HINN ÞEKKTI HEIMUR
Hópurinn kynnist og hrist er upp í hugarfluginu með stuttum æfingum. Hugmyndir Hetjuferðarinnar kynntar og hafist handa við að finna eða skapa hetjuna sem skrifað verður um. Fjallað um veganesti og verndarvætti hetjunnar á þroskaferðalaginu og henni hjálpað að heyra kall til breytinga. Höfundum vísað veginn með æfingum, samtölum og stuttum fyrirlestrum.

Mán. 6. sept. kl. 18:00-22:00: HINN ÓÞEKKTI HEIMUR
Hetjan horfist í augu við hindranir sínar áður en hún stígur inn í óþekktan heim ævintýrisins. Þroskaverkefni ævintýrisins rannsökuð með æfingum og samtölum. Skrifað og skrafað um óþekkta heima, ögranir og hindranir.

Fim. 9. sept. kl. 18:00-22:00: ÁFRAM HINN ÓÞEKKTI HEIMUR
Á hátindi sögunnar brýst hetjan úr fyrri hlekkjum,  umbreytist í ferli friðþægingar og öðlast við það gjöf. Skrifað og skrafað um umbreytingu og gjöf.

Mán. 13. sept. kl. 18:00-22:00: TILBAKA TIL HINS ÞEKKTA HEIMS
Umbreytt snýr hetjan aftur til síns heima en gjöfin í farteskinu gagnast samfélagi hennar öllu. Skrifað og skrafað um endurkomu umbreyttrar hetju til fyrri veruleika. Á upplestarstund í lokin gefst þátttakendum færi á að deila reynslu sinni af Hetjuferðinni með hópnum, lesa upp valda texta og velta upp hugmyndum um áframhaldandi skrif.

Á milli funda skrifa höfundar eins og þá lystir en engin heimaverkefni eru lögð fyrir.

Umsögn Huldu Ragnheiðar Árnadóttur, framkvæmdastjóra Náttúruhamfaratrygginga Íslands:

,,Hetjuferðin var eins og ævintýri fyrir mér. Ég kom á námskeiðið með ákveðnar hugmyndir um hvað ég vildi skrifa, en eins og fyrir einhverja töfra tók ég algjöra U-beygju og skrifaði eitthvað allt annað sem ég vissi ekki einu sinni að væri til í mínum hugarfylgsnum. Það er magnað að sjá hvernig Björg leiðir okkur áfram í hæfilega stórum skrefum til að við fáum að uppgötva sjálf þessa leyndardóma og sjá að við getum svo miklu meira en við höldum þegar kemur að því að setja saman texta.”

Viltu frekar einkatíma?  Hafðu samband og við finnum út hvað hentar þér: bjorg@stilvopnid.is s. 899 6917.

SKRÁNING OG GREIÐSLUR 

Vegna sóttvarna komast færri að en áður. Tryggðu þér sæti með því að skrá þig hér að neðan og greiða námskeiðsgjald 49.900 á reikning Stílvopnsins 0133-26-580815  /  kt. 580815-1380 eða með greiðslukorti

Kíktu í ruslpóstinn ef ekki berst staðfesting á skráningu.

 


Hvenær?
Date(s) - 2.9.2021 - 13.9.2021
18:00 - 22:00

Skráning

Bookings are closed for this event.

Scroll to top