KENNSLUFRÆÐI RITLISTAR

Stílvopnið, í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands, býður námskeið um kennslufræði ritlistar sem ætluð eru þeim sem kenna eða hyggjast kenna ritlist í grunnskóla, framhaldsskóla, háskóla eða framhaldsfræðslu.

Kennari: Björg Árnadóttir, rithöfundur og ritlistarkennari.

Eitt námskeið verður haldið í EHÍ um miðjan ágúst 2022 (dagsetningar óákveðnar) en einnig er hægt að sérsníða námskeið fyrir hópa, t.d. kennara á landsbyggðunum.

Þátttakendur þjálfast í að skrifa á meðan þeir rýna í aðferðafræði ritlistarkennslu. Skrifað og skrafað um skáldaða heima og sjálfan veruleikann og æfingar sem henta öllum skólastigum kynntar og þróaðar í hópnum.

Félagsnám og fyrirlestrar, eigin skrif og speglun, hugmyndavinna í hópum um aðlögun innihalds námskeiðsins að kennslu hvers og eins.

 


Hvenær?
Date(s) - 15.8.2022 - 17.8.2022
0:00

Scroll to top