Skapandi skrif

Námskeiðið, sem er staðbundið helgarnámskeið, verður fært á netið ef sóttvarnir krefjast.

Langar þig að skrifa sögu? Námskeiðið í skapandi skrifum er ætlað þeim sem:

• eru óvanir að skrifa og vantar hjálp við að byrja
• eru vanir skrifum en vantar innblástur
• finnst gaman að skapa í skemmtilegum hópi

Kennt er í ReykjavíkurAkademíunni, Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík fös. 23. okt. kl. 18:00-22:00, lau. 24. okt. kl. 10:00-14:00 og sun. 25. okt. kl. 10:00-14:00 (3×4 klst., 12 klst. alls). Sóttvarnir verða virtar og námskeiðið flutt á netið ef  nándarviðmið breytast. 

Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir rithöfundur og ritlistarkennari

Verð: 38.000 kr. 

UMMÆLI UM NÁMSKEIÐ STÍLVOPNSINS

NÁMSKEIÐSLÝSING

Fyrsta ritsmiðja  (23. okt. 18:00-22:00) Hópurinn hristur saman með stuttum ritunaræfingum. Rætt um ritunarferlið, flæði og rittregðu og upphitunaræfingar skrifaðar. Grunnur lagður að ritun stuttrar sögu eða hvers kyns texta sem felur í sér persónusköpun og uppbyggingu spennu.

Önnur ritsmiðja (24. okt. 10:00 -14:00:00) Hópurinn finnur flöt á sameiginlegu viðfangsefni og skoðar söguefnið frá ólíkum sjónarhólum. Í framhaldi af hópverkefninu er fjallað um hlutverk persóna í skáldverkum og einstaklingsæfingar á sviði persónusköpunar lagðar fyrir.

Þriðja ritsmiðja (25. sept. 10:00-14:00) Unnið með uppbyggingu frásagnar og skrifuð smásaga (eða hvert það form skáldskapar sem þátttakandi kýs). Textum deilt í hópnum, fjallað um form þeirra og inntak og unnið áfram með verkefnið eftir því sem tími gefst til.

SKRÁNING OG VERÐ

Staðfestið skráningu með því að greiða námskeiðsgjald, 38.000 kr. á reikning Stílvopnsins 0133-26-580815, kt. 580815-1380 eða með greiðslukorti

Greiðslukvittun er afhent í fyrsta tíma eða fyrr en þátttakandi biður um. 

 

 


Hvenær?
Date(s) - 23.10.2020 - 25.10.2020
18:00 - 14:00

Hvar?
ReykjavíkurAkademían

Skráning

Bookings are closed for this event.

Scroll to top