SKAPANDI SKRIF

SKAPANDI SKRIF (STAÐBUNDIÐ NÁMSKEIÐ)
helgina 9. – 11. apríl.

Hópurinn er leiddur í gegnum helstu þætti sagnaritunar með stuttum æfingum og umræðum um þær. Mikil vinnusemi ríkir á þessu hnitmiðaða námskeiði og í lok þess hafa allir skrifað drög að sögu. Námskeiðið er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum enda geta allir lært af öðru fólki. Hvorki er farið sérstaklega í ljóðlist né leikritun en þeir sem fást við slík skrif  aðlaga oft viðfangsefni sín að sagnaritunaráherslu námskeiðsins.

Leiðbeinandi er Björg Árnadóttir, rithöfundur og ritlistarkennari: bjorg@stilvopnid.is / s. 899 6917

Verð: 39.000 kr.

Umsagnir um námskeið Stílvopnsins

FYRIRKOMULAG

Námskeiðið er haldið í Bókasafni Dagsbrúnar, ReykjavíkurAkademíunni (Þórunnartúni 2/105 Reykjavík) fös. 9. apríl kl. 18:00-22:00, lau. 10. mars kl. 10:00-14:00 og sun. 11. apríl kl. 10:00-14:00 (alls 12 klst.) Auglýstur tími getur breyst vegna sóttvarna.

NÁMSKEIÐSLÝSING

Fös. 9. apríl kl. 18:00-22:00: Hópurinn er hristur saman og hrist upp í honum með skapandi upphitunaræfingum. Stuttir textar skrifaðir sem leggja grunninn að vinnu næsta daga.

Lau. 10. apríl kl. 10:00-14:00: Persónusköpun og sjónarhóll sögumanns. Ólík nálgun höfumda skoðuð.

Sun. 11. apríl: Samtöl og uppbygging frásagnar. Þátttakendur skrifa stutta sögu eða leggja grunn að lengri sögu.

GREIÐSLUUPPLÝSINGAR

Vinsamlegast greiðið námskeiðsgjald, 39.000 kr,, á reikning Stílvopnsins 0133-26-580815, kt. 580815-1380 eða greiðið með korti.

 

 

 


Hvenær?
Date(s) - 9.4.2021 - 11.4.2021
18:00 - 14:00

Skráning


Scroll to top