SKAPANDI SKRIF

Námskeið Stílvopnsins hefjast aftur í ágúst.

SKAPANDI SKRIF / eingöngu staðkennt

Hópurinn er leiddur í gegnum helstu þætti sagnaritunar með stuttum æfingum. Mikil vinnusemi ríkir á þessu hnitmiðaða námskeiði og í lok þess hafa allir skrifað drög að smásögu. Námskeiðið er ætlað jafnt byrjendum sem lengra komnum enda geta allir lært af öðru fólki. 

Námskeiðið er 12 klukkustundir og kennt um helgar (fös. 18:00-22:00, lau. 10:00-14:00 og sun. 10:00-14:00). Kennt er í Þórunnartúni 2 í Reykjavík og annars staðar á landinu eftir umtali. Dagsetningar námskeiðs á haustönn verða settar inn í ágúst.

Leiðbeinandi er Björg Árnadóttir, rithöfundur, blaðamaður og ritlistarkennaribjorg@stilvopnid.is / s. 899 6917

Verð: 39.900 kr.


Hvenær?
Date(s) - 1.8.2021 - 31.12.2021
0:00

Scroll to top