SKAPANDI SKRIF (HÚSAVÍK)

Skapandi skrif á Húsavík
Staðbundið helgarnámskeið (12 klst.)
Leiðbeinandi:  Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistarkennari og MA í menntunarfræðum skapandi greina.
Kennt er hjá Þekkingarneti Þingeyinga,
helgina 20. – 22. ágúst.
Verð. 35.000. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið.

Margvíslegar æfingar eru notaðar til að kveikja á sköpunarhæfni þátttakenda á þessu hnitmiðaða námskeiði þar sem mikil vinnusemi ríkir. Skrifuð eru drög að smásögu en ljóðskáld og leikritahöfundar geta líka nýtt sér námsefnið. Námskeiðið er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum, þeim sem þurfa að taka sér tak til að byrja og hinum sem fest hafa í ógöngum

Tilhögun námskeiðs

Fös. 20. ágúst. kl. 18:00-22:00: Hrist er upp í hópnum og hugmyndafluginu með stuttum ritlistaræfingum. Þátttakendur venjast því að skrifa, skálda og deila skrifum sínum með öðrum. Drög lögð að sögunni sem skrifuð verður um helgina.

Lau. 21 ágúst kl. 10:00-14:00: Samvinnuverkefni um ólíka sjónarhóla er unnið og að því búnu skapa þátttakendur eigin sögupersónu. Skrifað og skrafað um skáldaðar persónur.

Sun. 22 ágúst. kl. 10:00-14:00. Fjallað um form og uppbyggingu smásagna og verkefni þar að lútandi leyst..  Þátttakendur deila sögu sinni með hópnum og æfast í að gefa og þiggja uppbyggilega rýni. Skrifað og skrafað, hlegið og hugsað.  

Nánari upplýsingar: bjorg@stilvopnid.is / s. 899 6917
Skráning hjá Þekkingarnetinu

Námskeið Stílvopnsins byggjast á félagsnámi þar sem allir læra af úrlausnum hinna en einnig má fara yfir námsefnið í  einkatímum í eigin persónu eða á netinu. Hafðu samband og við finnum út hvað hentar þér: bjorg@stilvopnid.is s. 899 6917.

 


Hvenær?
Date(s) - 20.8.2021 - 22.8.2021
18:00 - 14:00

Scroll to top