HETJUFERÐIN

HETJUFERÐIN (STAÐBUNDIÐ NÁMSKEIÐ)
á fimmtudögum 22. apríl til 13. maí

Hetjuferðin er þekkt hugtak í frásagnarfræðunum. Margir hafa skoðað þá hugmynd að allar sögur, jafnt goðsagnir og ævintýri fyrri tíma sem og kvikmyndir og bókmenntir samtímans en ekki síst lífssögur alls fólks – fjalli um hetju sem stígur inn í heim ævintýrisins. Hetjan mætir þar ögrunum og hindrunum og deyr jafnvel táknrænum dauða en endurfæðist. Hún öðlast gjafir í ferli sáttar og snýr sem umbreytt manneskja aftur til fyrri veruleika. Gjafir hetjunnar gagnast samfélaginu hennar öllu.

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhuga fantasíum, spennusögum, goðsögnum og og ævintýrum en líka þeim sem langar að skoða með skrifum eigið líf sem hetjuferð.

Nánar um Hetjuferðina
Viðtal um Hetjuferðina
Ummæli um hetjuferðarnámskeiðin

Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir rithöfundur og ritlistarkennari: bjorg@stilvopnid.is  /  s. 899 6917

Verð: 49.000 kr.

FYRIRKOMULAG

Kennt er í Bókasafni Dagbrúnar, ReykjavíkurAkademíunni (Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík) mán. 22. apríl – 13. maí kl. 18:00-22:00 (alls 16 klst.).Auglýst með fyrirvara um breytingar vegna sóttvarna. 

HEIMUR HINS ÞEKKTA (22. apríl): Hugmyndin um hetjuferðina kynnt. Hrist upp í hópnum með upphitunaræfingum og stuttir textar skrifaðir. Fjallað um söguhetjuna í daglegu umhverfi sínu áður en hún hlýðir kallinu til ævintýrisins. Hver er hetjan og hvernig er daglegt líf hennar? Hvert er kallið og hvað hindrar hetjuna?  

HEIMUR HINS ÓÞEKKTA  (29. apríl):  Hvernig berst hetjan við hindranir sínar og tekst á við ögranir í hinum óþekkta heimi? Í hverju felst friðþægingin? Ýmsar æfingar og kveikjur notaðar til skrifa um farartálma og sigra hetjunnar á ferð sinni.

ENDURKOMAN (6. maí): Hvernig stígur hetjan aftur inn í þekkt umhverfi sitt? Á hvaða hátt nýtist gjöfin hetjunni og samfélagi hennar?

NIÐURSTÖÐUR (mán. 13. maí ). Unnið er frekar með þær hugmyndir og texta sem orðið hafa til á fyrri stigum. Sögunum er deilt með hópnum sem ræðir um efnivið og efnistök höfundanna sem og þann þroska sem bæði hetjur og höfundar taka út á námskeiðinu. 

SKRÁNING OG GREIÐSLUUPPLÝSINGAR

Staðfestið skráninguna með því að greiða þátttökugjald, 49.000 kr., á reikning Stílvopnsins: 0133-26-580815, kennitala: 580815-1380 eða með greiðslukorti


Hvenær?
Date(s) - 22.4.2021 - 13.5.2021
18:00 - 14:00

Skráning


Scroll to top