SKAPANDI ÞEKKINGAR- OG SKOÐANASKRIF

Námskeið Stílvopnsins hefjast aftur í ágúst.

SKAPANDI ÞEKKINGAR- OG SKOÐANASKRIF (staðkennt7fjarkennt/einkatímar)

Á námskeiðinu skrifa þátttakendur um þekkingu sína, reynslu og skoðanir á aðgengilegan hátt fyrir almenning. Sífellt stærri hluti ritverka falla undir skilgreininguna Creative Non-fiction Writing, eða skapandi skrif um veruleikann. Fjallað er um form blaðagreinar og hvernig nota má formið til að skrifa um mikilvæg málefni á eftirtektarverðan hátt. 

Þátttakendur leita brennandi viðfangsefna og finna á þeim viðeigandi flöt. Hefðbundið greinarforn er kynnt, þátttakendur máta efnið við formið. Skoðað hvernig skrifa má á mismunandi hátt fyrir ólíka miðla og markhópa. 

Leiðbeinandi er Björg Árnadóttir, rithöfundur, blaðamaður og ritlistarkennaribjorg@stilvopnid.is / s. 899 6917

Verð: 49.900 kr. 

Umsagnir um námskeið Stílvopnsins

Námskeiðið (16 klst.) er kennt  eitt kvöld í viku (18:00-22:00) í fjórar vikur.  Fjarkennt er námskeiðið tveir tímar í senn tvisvar í viku í fjórar vikur. 

Hægt er að fá námskeiðið einstaklingsmiðað, án samtala og speglunar í hópi. Þátttakendur fá senda fyrirlestra og æfingar og samtal við kennara einu sinni í viku. Slíkt námskeið getur hafist hvenær sem er. 

.

 

 

 


Hvenær?
Date(s) - 4.8.2021 - 31.12.2021
0:00

Skráning

Bookings are closed for this event.

Scroll to top