SKAPANDI SKOÐANA- OG ÞEKKINGARSKRIF (REYKJAVÍK)

Skapandi skoðana- og þekkingarskrif 
Staðbundið námskeið í Reykjavík helgina 12. – 14. nóv. (3 skipti, 12 klst. alls)
Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistarkennari, blaðamaður og MA í menntunarfræðum skapandi greina.
Kennt er í ReykjavíkurAkademíunni, Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík.
Verð: 39.900 kr. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið Stílvopnsins.
Fjarkennt námskeið er einnig í boði en fjórum klukkustundum lengra.

Þátttakendur þjálfast í að skrifa greinar og færslur um þekkingu sína og viðhorf þannig að skrifin höfði til hins almenna lesenda (Creative non-fiction writing). Þátttakendum er hjálpað að finna flöt á viðfangsefnum sem brenna á þeim og vinna greinar frá hugmynd til birtingar. Námskeiðið sækir jafnt fólk sem sjaldan viðrar skoðanir sína og þekkingu opinberlega og hin sem eru því alvön, til dæmis háskólamenntað fólk sem vill ná betur til almennings.

Tilhögun námskeiðs

Fös. 12. nóv. kl. 18:00-22:00: FLÖTUR OG FÓKUS
Hópurinn kynnist með stuttum æfingum um áhugasvið hvers og eins. Þátttakendur finna sér viðfangsefni að fjalla um og velta upp viðeigandi flötum til umfjöllunar. Hefðbundin uppbygging greinar kynnt og kostir hennar skoðaðir með stuttum æfingum.

Lau. 13. nóv. kl. 10:00-14:00. EFNISTÖK OG NÁLGUN
Staðan tekin og skrifað áfram. Fjallað um ólíkar aðferðir, nálgun og efnistök og hvernig fanga má athygli lesanda. Þátttakendum gefst kostur á að spegla umfjöllunarefni sín, þekkingu, reynslu og skoðanir í hinum enda skapast yfirleitt heitar umræður á þessu námskeiði.

Sun. 14. nóv. kl. 10:00-14:00: MÁLSNIÐ, MARKHÓPUR, MIÐILL
Rætt um málsnið, málfar og stíl, markhóp, miðil og viðbrögðin sem höfundur þarf að vera viðbúinn. Þátttakendur deila drögum að grein með hópnum sem ræðir þau og ráðleggur um framhaldið.

Ekki eru lögð fyrir heimaverkefni en höfundar skrifar eins og þá lystir á milli funda.

Viltu frekar einkatíma?  Hafðu samband og við finnum út hvað hentar þér: bjorg@stilvopnid.is s. 899 6917.

Skráning og greiðslur

Vegna sóttvarna komast færri að en áður. Tryggðu þér sæti með því að skrá þig hér að neðan og greiða námskeiðsgjald, 39.900 kr. á reikning Stílvopnsins 0133-26-580815, kt. 580815-1380 eða með greiðslukorti. 

Gáðu í ruslpóstinn ef ekki berst staðfesting á skráningu.

 

 


Hvenær?
Date(s) - 12.11.2021 - 14.11.2021
18:00 - 14:00

Skráning


Scroll to top