SKAPANDI ÞEKKINGAR- OG SKOÐANASKRIF (Á NETINU)

SKAPANDI ÞEKKINGAR- OG SKOÐANASKRIF (Á NETINU)

Sífellt stærri hluti ritverka falla undir skilgreininguna Creative Non-fiction Writing, eða skrif um veruleikann með skapandi aðferðum. Á námskeiðinu skrifa þátttakendur um þekkingu sína, reynslu og skoðanir á aðgengilegan hátt fyrir almenning. Fjallað er um form blaðagreinarinnar og hvernig nota má formið til að skrifa um mikilvæg málefni með skapandi aðferðum.

Námskeiðið er haldið á Zoom með hjálp Facebook á þriðjudögum og fimmtudögum 4. – 27. maí 2021 kl. 19:00-21:00. 

Leiðbeinandi er Björg Árnadóttir, rithöfundur, blaðamaður og ritlistarkennaribjorg@stilvopnid.is / s. 899 6917

Verð: 59.000 kr. Námskeiðið jafngildir 20 klukkustundum í stofu. Innifalin er yfirferð leiðbeinanda yfir eina grein, fullbúna  eða í uppkasti. 

Umsagnir um námskeið Stílvopnsins

NÁMSKEIÐSLÝSING

Fyrsta vika (4.-11. maí): VIÐFANGSEFNI OG NÁLGUN. Þátttakendur leita viðfangsefna og finna á þeim flöt til að skrifa um (fyrirlestrar, æfingar og umræður). 

Önnur vika (11.-18. maí): FORM, FLÖTUR OG FÓKUS. Hefðbundið greinarform kynnt. Þátttakendur máta efni sitt við formið (fyrirlestrar, æfingar og umræður). 

Þriðja vika (18. – 25. maí):  MÁLFAR, MIÐILL, MARKHÓPUR. Skoðað hvernig skrifa má á mismunandi hátt fyrir ólíka miðla og markhópa (fyrirlestrar, æfingar og umræður).

Fjórða vika (25. maí – 27. maí): LOKAHNYKKUR OG UPPSKERUHÁTÍÐ. Þátttakendur ljúka við grein eða drög að grein og deila með hópnum (fyrirlestrar, æfingar og umræður).

Fundir eru á þri. 4., 11. 18. og 25 maí kl. 19.00-21.00 og fim. 6. 13. 20. og 27 maí kl, 19.00-21.00. Umræður fara fram á facebook milli funda auk þess sem þátttakendum er boðið að mynda hópa til skrafs og ráðagerða. 

,,Björg Árnadóttir, blaðamaður og rithöfundur, hefur byggt hér upp gott námskeið um greinaskrif þar sem fyrirlestrarnir eru góðir og hnitmiðaðir og hún hvetur til umræðu og æfinga við skrif. Ég átti notalega stund við greinaskrif og mæli með þessu námskeiði fyrir þau sem langar til að setjast niður við skriftir.” Jóhanna Rósa Arnardóttir, félagsfræðingur.

Greiðið að lokinni skráningu námskeiðsgjaldið 59.000 kr, á reikning Stílvopnsins:

0133-26-580815  kt. 580815-1380 eða með korti (kortahnappur væntanlegur). 

.

 

 

 


Hvenær?
Date(s) - 4.5.2021 - 27.5.2021
0:00

Skráning


Scroll to top