SKÖPUNARSMIÐJA

Sköpunarsmiðja

Helgarnámskeið í Reykjavík
Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistar- og myndlistarkennari og MA í menntunarfræðum skapandi greina. 
Kennt er fös. 25. mars kl. 18:00-22:00,  lau. 26. mars og sun. 27. mars kl. 10:00-14:00  í Svövuhúsi í Heiðmörk (Hólmslandi, /Tungufelli, 161 Reykjavík
Verð: 44.900 kr.

Um sköpunarsmiðjuna

Smiðjan er ætluð þeim sem vilja takast á við áskoranir lífins með skapandi hætti. Hún byggir á hugmyndum um mikilvægi skapandi flæðis í leitinni að lífshamingju og hugmyndinni um þroskaferðalag hetjunnar. Smiðjan er í formi félagsörvunar, samtala og speglunar, sagnamennsku, ritlistar, myndlistar, leiklistar, tónlistar, ritúala, ígrundunar og leiddrar hugleiðslu. Markmiðið er ekki að skapa áþreifanleg listaverk heldur að skoða hvað gerist hið innra þegar skapað er.

Auk eigin aðferða leiðbeinanda styðst leiðbeinandi við hugmyndir og aðferðir leikhússmannsins Paul Rebillot um Hetjuferðina (The Call to Adventure – Bringing the Hero´s Journey to Daily Life, 1993) og Juliu Cameron um sköpunarferlið  (The Artist´s Way – A spiritual Path to Higher Creativity, 2005.)

Viðtal við Björgu Árnadóttur  í Mannlega þættinum um námskeiðið og fleira sem tengist sköpun

Tilhögun námskeiðs (12 klst. alls)

Fös. 25. mars kl. 18:00-22:00: HETJAN OG HINDRANIRNAR
Fjölbreyttar upphitunaræfingar notaðar til að þátttakendur kynnist sjálfum sér og hinum í hópnum og yfirstígi ótta og  hindranir. Hversdagur hetjunnar, veganesti hennar, verndarvættir og vandamál skoðuð með aðferðum félagsörvunar, lista og hugleiðslu.

Lau. 26. mars kl. 10:00-14:00: HETJAN OG ÆVINTÝRIÐ
Með skapandi aðferðum tekst hetjan á við þroskaverkefnin sem bíða hennar í landi ævintýrisins þar sem allt getur gerst.  

Sun. 27. mars kl. 10:00-14:00: HETJAN OG GJÖFIN
Hetjan snýr aftur til sín heima, umbreytt eftir ævintýri sköpunarferlisins með þroskagjöf í pokahorninu. Endurkoman og gjöfin skoðuð með samtali og skapandi aðferðum.

Taktu með þér uppáhalds litakassann þinn, lítið hljóðfæri eða annan hljóðgjafa ásamt hlut sem er þér kær.

Nánari upplýsingar: bjorg@stilvopnid.is s. 899 6917.

Ragna Þóra Karlsdóttir, þátttakandi 2021: ,,Sköpunarsmiðjan var mér styrking, gleði, gjöf og gæfa. Ég þekki sjálfa mig betur og er sterkari og öruggari að halda áfram með gleðina að leiðarljósi um komandi daga og ár.. Ég vann mig í gegnum áhugagerð og gefandi verkefni með frábæru fólki. Ég hlakka svo til að hafa þessu reynslu með mér út í lífið sem er eitt stórt ævintýri. Kærar þakkir, Björg, og þið dásamlegu samnemendur.”

Skráning og greiðslur

 Tryggðu þér sæti með því að skrá þig hér að neðan og greiða námskeiðsgjald, 44.900 kr. á reikning Stílvopnsins: 0133-26-580815
kt. 580815-1380
(greiðslukortaupplýsingar eru væntanlegar)

 


Hvenær?
Date(s) - 25.3.2022 - 27.3.2022
18:00

Skráning


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Scroll to top