SKÖPUNARSMIÐJA

SKÖPUNARSMIÐJA
helgarnámskeið 7. – 9. maí

Smiðjan er ætluð þeim sem vilja takast á við áskoranir lífsins með skapandi hugsun. Hún byggir á hugmyndum og kenningum um mikilvægi flæðis í sköpun og lífshamingju. Unnið er með aðferðum lista, leiddrar hugleiðslu, félagsörvunar og samtala, íhugunar og ritúala. Markmiðið er ekki að skapa listaverk heldur að virkja sköpunarhæfnina sem leið til frekari þroska.

Leiðbeinandi er Björg Árnadóttir rithöfundur, ritlistar- og myndlistarkennari. 

Auk eigin aðferða sem kennarinn hefur þróað í kennslu og skapandi vinnu í áratugi eru notaðar aðferðir Paul Rebillot: The Call to Adventure – Bringing the Hero´s Journey to Daily Life og aðferðir Juliu Cameron: The Artist´s Way – A spiritual Path to Higher Creativity.

FYRIRKOMULAG

Sköpunarsmiðjan er haldin í Bókasafni Dagsbrúnar, ReykjavíkurAkademíunni fös. 7. maí kl. 18:00-22:00 og lau. 8 og sun. 9 maí kl. 10:00-14:00 (alls 12 klst.)

Verð: 39.000 kr. 

SKRÁNING OG GREIÐSLUUPPLÝSINGAR

Staðfestið skráninguna með því að greiða þátttökugjald, 39.000 kr., á reikning Stílvopnsins: 0133-26-580815, kennitala: 580815-1380 eða með greiðslukorti

 


Hvenær?
Date(s) - 7.5.2021 - 9.5.2021
18:00 - 14:00

Skráning

Bookings are closed for this event.

Scroll to top