SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ – STUÐNINGSHÓPUR

SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ – STUÐNINGSHÓPUR  FYRIR SKRIFANDI FÓLK
Hópurinn hittist á netinu mánudaga 8. – 29. mars kl 19:00-21:00

Hópurinn er ætlaður þeim sem vilja hitta annað skrifandi fólk, hlusta á innlögn leiðbeinanda um viðfangsefni vikunnar, leysa stuttar æfingar og/eða ræða um eigin frjáls skrif til að fá viðbrögð, hugmyndir, ráðleggingar og hvatningu.

Fundum stjórnar Björg Árnadóttir rithöfundur og ritlistarkennaribjorg@stilvopnid.is / s. 899 6917

Verð: 8.000 kr. fyrir fjórar vikur í senn. 

,,Að ganga með bók í maganum er mögulega séríslenskt fyrirbæri. Allir vilja skrifa og mjög margir geta það en vantar kannski smá stuðning eða pot til að koma sér að verki. Stuðningshópur Stílvopnsins er einn slíkur – þar hittist lítill hópur fólks (margir hópar) sem hefur það að áhugamáli að skrifa. Björg Árnadóttir stýrir umræðum, stingur inn góðum ráðum og er eiginlega með námskeið, svona eftir hendinni. Að taka þátt í svona hópi er fín leið til að byrja á bókinni sem bíður þess að brjótast fram.”
Vigdís Stefánsdóttir

,,Stuðningur við skrifandi fólk Stílvopnið er réttnefni á vopnasafni Bjargar Árnadóttur ritlistarhetju og skálds. Af mikilli fymi og færleik, sveiflar hún völdum vopnum listarinnar á báða bóga. Lætur okkur bláeygð og buguð, gera samtöl í skrifum að tilþryfamiklum tilfinningum og andans skúlptúrum. Án hennar erum við „Bjargar“-laus.” Gústav Þór Stolzenwald.

FYRIRKOMULAG

Mánudagar:
19:00-20:15 Innlögn og umræður í litlum hópum.
20:15-21:00 Umræður í öllum hópnum um úrlausnir dagsins og önnur skrif.
Þátttakendum býðst að mynda eigin umræðuhópa á milli funda og/eða taka þátt í spjalli á facebook.
Hópurinn ákveður viðfangsefni næstu viku.
Ekki er um kennslu að ræða heldur búinn til stuðningur í hópnum.

GREIÐSLUUPPLÝSINGAR

Vinsamlegast leggið 8.000 kr. á reikning Stílvopnsins 0133-26-580815, kt. 580815-1380 eða borgið með greiðslukorti. 


Hvenær?
Date(s) - 8.2.2021 - 1.3.2021
19:00 - 21:00

Skráning

Bookings are closed for this event.

Scroll to top