ÞEKKING, REYNSLA OG SKOÐANIR Í RITUÐU MÁLI (Á NETINU)

ÞEKKING, REYNSLA OG SKOÐANIR Í RITUÐU MÁLI  – GREINASKRIF
Námskeiðið stendur frá 25. feb. – 18. mars

Þátttakendur þjálfast í að skrifa greinar og færslur um viðhorf sín, reynslu og þekkingu á þann hátt að höfði til hins almenna lesanda. Þátttakendum er hjálpað að nálgast viðfangsefni sem brennur á þeim, afmarka það og aðlaga að ólíkum miðlum og einnig skoða markhópa og málsnið og leiðir til birtingar. Á námskeiðinu fær fólk tækifæri til að spegla skrif sín og skoðanir  í öðrum þátttakendum og öðlast þannig nýja sýn á viðfangsefnið.

Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir rithöfundur, blaðamaður og ritlistarkennaribjorg@stilvopnid.is / s. 899 6917

Verð: 49.000 kr.

Umsagnir um námskeið Stílvopnsins

FYRIRKOMULAG FJARNÁMSKEIÐS

Fyrirlestrar eru settir á netið kl. 8:00 á fimmtudögum.
Umræður í öllum hópnum eru á fim. kl 18:00-19:00 og lau. 14:00-16:00.
Umræður í minni hópum þegar hentar á milli tíma sem og þátttaka í facebook-hópi.
Þátttakendur skrifa að vild og hafa aðgang að kennara á umsömdum tímum.

KENNSLUÁÆTLUN

11.- 18. feb. UMFJÖLLUNAREFNI: Hvernig finnurðu þér umfjöllunarefni og hvernig finnurðu þig í umfjöllunarefninu? Hvernig takmarkarðu efnið og sníður það að þekkingu þinni og efnistökum? Fyrirlestur, æfingar og umræður.

18. -25. feb. UPPBYGGING: Hvernig nærðu utan um það sem þú hefur að segja og skapar eðllilega heild úr efniviði þínum með inngangi, meginmáli og lokaorðum? Hvernig heldurðu lesandanum við efnið? Fyrirlestur, æfingar og umræður.

 25. feb. -4. mars MARKHÓPUR, MÁLSNIÐ OG MIÐILL: Hvar viltu að efni þitt birtist? Hvernig aðlagarðu efnið að ólíkum markhópum? Hvaða málsnið hæfir markhópi þínum og hvað einkennir málfar þitt og stíl? Fyrirlestur, æfingar og umræður.

4. – 11. mars NÁMSKEIÐSLOK Endanlegur afrakstur skoðaður. Æfingar og umræður.

SKRÁNING OG GREIÐSLUUPPLÝSINGAR

Staðfestið skráninguna með því að greiða þátttökugjald, 48.000 kr., á reikning Stílvopnsins: 0133-26-580815, kennitala: 580815-1380 eða með greiðslukorti.


Hvenær?
Date(s) - 25.2.2021 - 18.3.2021
0:00

Skráning


Scroll to top