Þekking, reynsla og skoðanir í rituðu máli

Þátttakendur þjálfast í að koma þekkingu sinni, reynslu og viðhorfum á framfæri við almennan lesendahóp. Það er ætlað þeim sem vilja:

 • skrifa betri greinar og færslur
 • verða dómbærari á greina- og færsluskrif annarra
 • fræðast um leiðir til að birta skrif sín
 • spegla viðfangsefni sín og efnistök í öðru fólki
 • skapa í skemmtilegum félagsskap

Námskeiðið sækir fólk með mismikla reynslu af að skrifa.

Kennt er í ReykjavíkurAkademíunni, Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík (Bókasafni Dagsbrúnar 4. hæð) fös 16. okt. (18:00-22:00), lau. 17. okt. (10:00-14:00) og 19. okt. (10:00-14:00). (3×4 klst, alls 12 klst.).

Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir rithöfundur, blaðamaður og ritlistarkennari

Verð: 35.000 kr. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið, athugaðu með þitt.

Nánari upplýsingar í síma 8996917 og hjá bjorg@stilvopnid.is 

Skráningarformið finnurðu neðst á þessari síðu

UMMÆLI UM NÁMSKEIÐ STÍLVOPNSINS

GJAFAKORT FÁST HÉR (tölvupóstur)

 KENNSLUÁÆTLUN

Ritsmiðja 1 (fös. 2. okt. 18:00-22:00): Hrist er upp í hópnum og heilasellunum. Uppbygging greina á mismunandi miðlum skoðuð. Þátttakendum hjálpað að skilgreina þau viðfangsefni sem þeir kjósa að skrifa um, finna á þeim fleti og afmarka lesendahóp sinn. Ákveðnar aðferðir notaðar til að byrja að skrifa drög að grein.

Ritsmiðja 2 (lau. 3. okt. 10:00-14:00): Fjallað um einkenni góðra skrifa; málfar og stíl, efnisval og efnistök, uppbyggingu og lengd. Ólíkar ritunaraðferðir kynntar og prófaðar. Rætt um æskileg hlutföll staðreynda, skoðana, reynslusagna og tilfinninga í skrifum sem ætluð eru ólíkum hópum og um mismunandi áherslur miðlanna. Stuttar æfingar skrifaðar jafnt og þétt og ræddar í hópnum.

Ritsmiðja 4 (sun. 4. okt. 10:00-14:00): Rætt um öflun heimilda og ólíka notkun þeirra í mismunandi miðlum. Rætt um möguleika á birtingu og hvernig hægt er að undirbúa sig fyrir viðbrögð lesenda. Í námskeiðslok eru drög þátttakenda að greinum rædd á gagnrýninn en uppbyggilegan hátt.

KENNSLUMARKMIÐ

 • að færni þátttakenda við að koma þekkingu sinni og skoðunum á framfæri í rituðu máli aukist
 • að leikni í að skilgreina og afmarka viðfangsefni aukist
 • að fólk átti sig á hvernig nálgast má skrif á ólíkan hátt
 • að fólk sé viðbúnara ólíkum viðbrögðum lesenda
 • að sjálfstraust þátttakenda á sviði ritunar aukist
 • að lesupplifun dýpki

SKRÁNING OG GREIÐSLUUPPLÝSINGAR

Skránng hér að neðan. Athugaðu að sætið er ekki tryggt fyrr en greitt hefur verið fyrir það námskeiðsgjald að upphæð 35.000 kr. á reikning Stílvopnsins: 0133-26-580815. Kennitala: 580815-1380 eða með greiðslukorti

Verð fyrir félagskonur FKA 29.750 (má greiða á reikning eða með greiðslukorti 

Greiðslukvittun er afhent í upphafi námskeiðs en fyrr ef þátttakandi óskar.

 

 


Hvenær?
Date(s) - 16.10.2020 - 18.10.2020
0:00

Hvar?
ReykjavíkurAkademían

Skráning

Bookings are closed for this event.

Scroll to top