Upplifun fyrir leshóp

Björg Árnadóttir, rithöfundur og ritlistarkennari, mun leiða þriggja daga vinnustofu í skapandi skrifum hjá PLACE to READ. Ritsmiðjan er ætluð leshring, þeim fyrsta sem skráir sig.

Gist verður tvær nætur í dásamlegu húsi að Aðalstræti 4 á Akureyri. Húsið var gert upp af Minjavernd og hannað sérstaklega með lestur í huga. Gestir hafa aðgang að bókasafni, sameiginlegri stofu með kamínu, gufubaði, heitum potti og útisturtu.

Björg Árnadóttir rekur fræðslufyrirtækið Stílvopnið sem sérhæfir sig í ritlistarnámskeiðum. Björg er rithöfundur, blaðamaður, ritlistar- og myndlistarkennari og hefur kennt ritlist í þrjátíu ár, hérlendis og erlendis. Námskeið hennar í skapandi skrifum hafa hjálpað mörgum byrjendum að komast yfir óttann við að skrifa og lengra komnum að fást við ritstíflur. Byrjendur jafnt sem útgefnir rithöfundar geta setið sama námskeiðið af því að allir geta lært af öðru fólki. Eitt markmiða vinnustofunnar í PLACE to READ er að lesupplifun félaga í leshópnum  dýpki með stýrðri umræðu um það sem þátttakendur skrifa sjálfir.

Verð fyrir námskeið, mat og gistingu í tvær nætur er 75.000 kr. á mann.

Innifalið:

VINNUSTOFA (14 1/2 klukkustund)

Ritsmiðja 1 (24. apr. 15:00-19:00) Hópurinn hristur saman með stuttum ritunaræfingum. Rætt um ritunarferlið, flæði og rittregðu, og upphitunaræfingar skrifaðar. Grunnur lagður að ritun stuttrar sögu eða hvers kyns texta sem felur í sér persónusköpun og uppbyggingu spennu.

Ritsmiðja 2 (25. apr. 10:00 -12:30 OG 15:00-19:00) Hópurinn finnur flöt á sameiginlegu viðfangsefni og skoðar söguefnið frá ólíkum sjónarhólum. Í framhaldi af hópverkefninu er fjallað um hlutverk persóna í skáldverkum og einstaklingsæfingar á sviði persónusköpunar lagðar fyrir.

Ritsmiðja 3 (26. apr. 10:00-12:30 og 14:00-15:30) Unnið með uppbyggingu frásagnar og skrifuð smásaga (eða hvert það form skáldskapar sem þátttakandi kýs). Textum deilt í hópnum, fjallað um form þeirra og inntak og unnið áfram með verkefnið eftir því sem tími gefst til.

GISTING í tvær nætur í dásamlegu húsi að Aðalstræti 4 á Akureyri. Húsið var gert upp af Minjavernd og hannað sérstaklega með lestur í huga. Gestir hafa aðgang að bókasafni, sameiginlegri stofu með kamínu, gufubaði, heitum potti og útisturtu.

•Herbergi á neðri hæð með sér baðherbergi (2 gestir) 

•Stórt herb.á neðri hæð með hurð út á verönd (2 gestir) 

•Arinstofa á efri hæð (1 gestur) 

•Stórt herbergi á efri hæð (2 gestir)

•Arinstofa á efri hæð (1 gestur) 

•Lítið herbergi á efri hæð (2 gestir) 

FULLT FÆÐI í umsjón matarævintýrakonunnar Áslaugar Snorradóttur

• 2 x Morgunverður
• 2 x Hádegisverður
• 2 x Kvöldverður
• drykkur og snarl á föstudags- og laugardagskvöldinu

Dagskrá:

Föstudagur 10. janúar

14:00 -15.00 Mæting og snarl í Aðalstræti 4, Akureyri,
15:00 –19:00 Vinnustofa í skapandi skrifum
20:00 Kvöldverður

Laugardagur 11. janúar

9:00 Morgunmatur
10:00-12:30 Vinnustofa í skapandi skrifum
13:00 Hádegismatur
14:00-18:00 Vinnustofa í skapandi skrifum
20:00 Kvöldverður

Sunnudagur 12. janúar

09:00 Morgunmatur
10:00 – 12:30 Vinnustofa í skapandi skrifum
13:00 Hádegismatur
14:00 – 15:30 Vinnustofa í skapandi skrifum – Lokahnykkur

Hægt er að bóka aukanótt fyrir 12.500 á mann.

Til þess að bóka námskeiðið hafið samband við
bookings@place-to-read.com
Takið fram hvaða herbergi þið viljið bóka.

Hámarksfjöldi 10 manns
Lágmarksfjöldi 8 manns


Hvenær?
Date(s) - 24.4.2020 - 26.4.2020
15:00

Hvar?
Place to Read

Scroll to top