Vantar þig ráðgjöf eða aðstoð við skrif þín? 

Stílvopnið býður:

 • Samtal um hugmyndir og texta (ráðgjafarviðtal eða bréfaskipti).
 • Aðstoð við ritun texta (allt frá yfirlestri tilbúins texta til umritunar texta sem þarfnast lagfæringa).
 • Stílvopnið býður ekki prófarkalestur en getur bent á prófarkalesara.

Vantar þig aðstoð vegna útgáfu bókar? Þarftu upplýsingar um eftirfarandi þætti sem hafa þarf í huga þegar bók er gefin út?

 • Bókaforlag eða eigin útgáfa
 • Samskipti við forlög
 • Prentuð bók, rafbók eða hljóðbók
 • Ritstjórn, yfirlestur, prófarkalestur
 • Myndir
 • Höfundaréttur
 • Hönnun
 • Prentun
 • Fjármögnun, hópfjármögnun
 • Verðmyndun, virðisaukaskattur, álagning
 • Skráning, bókasöfn
 • Dreifing, auglýsingar, umfjöllun, kynning
 • Samskipti við sölustaði
 • Sölusíður

REYNSLUSÖGUR: 

„Ég leitaði til Bjargar sem ritunarráðgjafa. Ég er að koma saman bók en var um tíma ekki alveg ljóst hvar ég var stödd á því ferðalagi, hef aldrei reynt mig við þess háttar verkefni. Björg hefur einstakt lag á að fræða og hjálpa til við að rétta af verkefnin á alveg ótrúlega jákvæðan hátt, Hún hlustar og leiðbeinir en tekur aldrei ráðin. Uppörvandi og hvetjandi. Ég er staðráðin í að læra meira af henni – þetta er líka svo skemmtilegt,” (Edda V. Guðmundsdóttir, leikari og ráðgjafi).

„Ég leitaði til Bjargar í ritunarráðgjöf og til þess að fá innblástur. Hún veitti mér innsýn inn í spennandi aðferð – Hetjuferðina, sem ég hafði ekki kynnst áður og ætla mér að prófa. Björg er með næmt eyra/næm og dásamlega hvetjandi. Ég mæli einlæglega með ritlistarráðgjöf Bjargar í Stílvopninu,” (Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir, menntunarfræðingur og rithöfundur).

„Björg veitti mér verðmæta leiðsögn við skrif sjálfssögu minnar sem ég var komin langleiðina með þegar ég hitti hana. Hún hjálpaði mér að sjá heildarmyndina betur með áherslu á lykilþemu sögunnar, gaf mikilvægt álit um uppbyggingu og flæði og veitti góð leiðsögn um málfar og stíl. Á heildina litið tókst henni að gefa heildstætt álit á nokkuð skömmum tíma sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég mæli hiklaust með ráðgjöf Bjargar,” (Ágúst Kristján Steinarrsson lífskúnster).

FÁÐU NÁNARI UPPLÝSINGAR

Scroll to top