VANTAR ÞIG RÁÐGJÖF VIÐ RITUN EÐA ÚTGÁFU?

Stílvopnið býður:

  • Samtal um hugmynda- og textavinnu
  • Aðstoð og ráðleggingar við skrif (hvar sem er á ritunarferlinu)
  • Textaskrif (í nafni verkkaupa)
  • Ráðgjöf vegna útgáfu

Ráðgjöfin fer fram augliti til auglitis, á skjánum eða bréflega. 

Hafið samband: bjorg@stilvopnid.is / s. 899 6917

REYNSLUSÖGUR

„Ég leitaði til Bjargar sem ritunarráðgjafa. Ég er að koma saman bók en var um tíma ekki alveg ljóst hvar ég var stödd á því ferðalagi, hef aldrei reynt mig við þess háttar verkefni. Björg hefur einstakt lag á að fræða og hjálpa til við að rétta af verkefnin á alveg ótrúlega jákvæðan hátt, Hún hlustar og leiðbeinir en tekur aldrei ráðin. Uppörvandi og hvetjandi. Ég er staðráðin í að læra meira af henni – þetta er líka svo skemmtilegt,” (Edda V. Guðmundsdóttir, leikari og ráðgjafi).

So I am taking the liberty of introducing Björg who is editing my translation into Icelandic of my book, Viking Voyager, an Icelandic Memoir. We have had an excellent rapport, right from the beginning when she took on the review as yfirlesari.  She has respected my old-fashioned Icelandic language and usage of commas, made impressive suggestions on how to improve the text, and taken on the task of introducing it to various media in Iceland. (Sverrir Sigurðsson, arkitekt, búsettur í Bandaríkjunum).”

Ég kynntist Björgu fyrst á námskeiði Stílvopnsins í skapandi skrifum. Hún er frábær kennari með mikla ástríðu fyrir fagi sínu og nær vel að miðla þekkingu sinni til nemendanna. Þegar ég síðar lenti í ógöngur í mínum eigin skrifum datt mér fyrst í hug að leita til hennar. Hún las yfir handritið mitt og af fyllstu virðingu fyrir hugmyndum mínum hjálpaði hún mér að hreinsa út óþarfa, skerpa á persónusköpun og gera ásetning skýrari. Það er gríðarlega gagnlegt að fá yfirlestur og ábendingar á textann sinn, hvort sem hann er langur eða stuttur. Björg er fagkona fram í fingurgóma með mikla ástríðu fyrir hinu ritaða orði.” (Unnur Sveinsdóttir, myndlistarkona).

„Ég leitaði til Bjargar í ritunarráðgjöf og til þess að fá innblástur. Hún veitti mér innsýn inn í spennandi aðferð – Hetjuferðina, sem ég hafði ekki kynnst áður og ætla mér að prófa. Björg er með næmt eyra/næm og dásamlega hvetjandi. Ég mæli einlæglega með ritlistarráðgjöf Bjargar í Stílvopninu,” (Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir, menntunarfræðingur og rithöfundur).

„Björg veitti mér verðmæta leiðsögn við skrif sjálfssögu minnar sem ég var komin langleiðina með þegar ég hitti hana. Hún hjálpaði mér að sjá heildarmyndina betur með áherslu á lykilþemu sögunnar, gaf mikilvægt álit um uppbyggingu og flæði og veitti góð leiðsögn um málfar og stíl. Á heildina litið tókst henni að gefa heildstætt álit á nokkuð skömmum tíma sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég mæli hiklaust með ráðgjöf Bjargar,” (Ágúst Kristján Steinarrsson lífskúnster).

 

Scroll to top