Öllum til heilla

Samstarf

Á árinu 2023 vinnur Stílvopnið að verkefni með faglærðu og ófaglærðu listafólki með styrk frá Lista- og menningarráði Kópavogs. Um er að ræða sköpunarsmiðju byggða á Hetjuferðinni (The Hero´s Journey). Þátttakendur verða starfandi listafólk í Kópavogsbæ ásamt fólki í bæjarfélaginu sem glímir við langvarandi eða tilfallandi félags- eða heilbrigðisvanda. Hefurðu áhuga? Hafðu samband.

Verkefnið ÖLLUM TIL HEILLA samtal um samfélagslistir var unnið á árunum 2020-2022 í samstarfi ReykjavíkurAkademíunnar, Listahátíðar í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Reykjavíkurborgar, Öryrkjabandalagsins, Borgarleikhússins, Listar án landamæra, Bandalags íslenskra listamanna, Erasmus+ og Hjálpræðishersins.

Forsprakki og verkefnisstjóri var Björg Árnadóttir, framkvæmdastjóri Stílvopnsins. Markmið samstarfsins var að vekja athygli á inngildandi afli svokallaðara samfélags- og þátttökulista. Áhugasamir geta sótt um aðgang að facebook-hópi: ÖLLUM TIL HEILLA samtal um samfélagslistir / COMMON GOOD Dialogue on Community Art.

Erlend samvinnuverkefni sem Björg Árnadóttir tók þátt í á árunum 1996-2019.