Öllum til heilla

Samstarf

Stílvopnið hefur unnið að valdeflingu og inngildingu með skapandi aðferðum í samvinnu við fjölmarga skóla, samtök og stofnanir hérlendis og erlendis. Einnig hefur Stílvopnið verið í samstarfi við aðila í ferðaþjónustu.

Verkefnið ÖLLUM TIL HEILLA samtal um samfélagslistir var unnið á árunum 2020-2022 í samstarfi ReykjavíkurAkademíunnar, Listahátíðar í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Reykjavíkurborgar, Öryrkjabandalagsins, Borgarleikhússins, Listar án landamæra, Bandalags íslenskra listamanna, Erasmus+ og Hjálpræðishersins.

Forsprakki og verkefnisstjóri var Björg Árnadóttir, framkvæmdastjóri Stílvopnsins. Markmið samstarfsins var að vekja athygli á inngildandi afli svokallaðara samfélags- og þátttökulista. Áhugasamir geta sótt um aðgang að facebook-hópi: ÖLLUM TIL HEILLA samtal um samfélagslistir / COMMON GOOD Dialogue on Community Art.

Erlend samvinnuverkefni sem Björg Árnadóttir tók/tekur þátt í á árunum 1996-2019.