Sérsniðin námskeið

Sérsniðin námskeið

Stílvopnið sérsníður ritsmiðjur, sköpunarsmiðjur og félagsörvunarnámskeið fyrir vinnustaði, félagasamtök og aðra hópa sem áhuga hafa. Sérsniðin námskeið hafa verið haldin bæði innanlands og utan.

Námskeiðin geta verið klukkustundarlöng og allt upp í vikulöng. Þau geta verið í formi fyrirlestra, hópastarfs og einstaklingsvinnu og ýmist er lögð áhersla á skemmtun eða fræðslu en oftast hvort tveggja.

Efni sem koma til greina og setja má saman á margvíslegan hátt að óskum kaupanda:

Skapandi skrif
Hetjuferðarskrif (The Hero´s Journey)
Þekking, reynsla og skoðanir í rituðu máli
Endurminningaskrif
Málfar og stíll
Sköpunarsmiðja byggð á aðferðum Paul Rebillot og Juliu Cameron
Félagsörvunarsmiðja byggð á hugmyndum Jacob L. Moreno og aðferðum ýmissa.

Áhugasamir hafi samband: bjorg@stilvopnid.is / s. 899 6917

 

Scroll to top