Um Stílvopnið
Stílvopnið er fræðslufyrirtæki, stofnað 2015, sem sérhæfir sig í ritlistarkennslu og ráðgjöf um ritun. Eigandi og aðalkennari er Björg Árnadóttir, rithöfundur, blaðamaður, ritlistarkennari, myndlistarkennari og MA í menntunarfræðum skapandi greina.
Námskeiðin eru rannsóknarleiðangur um lendur hins ritaða máls – og víða er farið. Áhersla er lögð á félagsnám og skapandi, valdeflandi og inngildandi kennsluaðferðir. Það þýðir að þótt kennari stýri náminu faglega læra þátttakendur ekki síður hver af öðrum og allir hafa eitthvað að gefa.
Námskeiðin eru oftast haldin í Reykjavík en stundum á landsbyggðunum, erlendis eða á zoom. Hafið samband sé áhugi á námskeiði utan Reykjavíkur: bjorg@stilvopnid.is
Björg Árnadóttir hefur líka áratuga reynsla af eigin skrifum, þáttagerð og hvers kyns ritstjórn, ráðgjöf og aðstoð við skrif annarra.