Björg Árnadóttir

 

Björg er rithöfundur, blaðamaður, ritlistar- og myndlistarkennari með meistaragráðu í menntunarfræðum skapandi greina. 

              Björg stofnaði Stílvopnið árið 2015 og kennir flest námskeiðanna.

Nýverið hlaut Björg viðurkenningu alþjóðlegu frumkvöðlasamtakanna GlobalWIIN 2024 fyrir samfélagslega nýsköpun við þróun skapandi, valdeflandi inngildandi kennsluaðferða.

Eða eins og segir í viðurkenningarskjalinu “for outstanding tenacity and commitment capable of impacting lives.”

Abdul Rahim, framkvæmdastjóri nýsköpunar hjá SHIFT, Queen Elizabeth Olympic Park veitir Björgu verðlaunin.
Abdul Rahim, framkvæmdastjóri nýsköpunar hjá SHIFT, Queen Elizabeth Olympic Park veitir Björgu viðurkenninguna.

Menntun og störf

Ég vandist því ung að vera sí skrifandi enda úr rithöfundafjölskyldu. Hefði nám í ritlist staðið til boða á sjöunda áratug síðustu aldar hefði ég eflaust valið það en fór í staðinn lengri en ekki síðri leið að núverandi starfi.  Þó sá ég ekki fyrr en ég síðar að ég hafði valið það nám sem mér fannst standa ritlistinni næst en ég útskrifaðist úr kennaradeild Myndalista- og handíðaskóla Íslands (nú LHÍ) vorið 1983. Þar lærði ég ótal margt sem gagnast mér við ritlistarkennslu. Ég lærði að leiðbeina fólk við að lesa umhverfið og að komast yfir óttann við auða blaðið.

Fljótlega fékk ég vinnu hjá sænskri menningarstofnun, Norrbottens Bildningsförbund, og kynntist þar í rithöfundum og blaðamönnum sem voru að þreifa sig áfram með að kenna sitt fag á skapandi hátt.  Ég starfaði líka við myndlist en sogaðist sífellt meir inn í heim fjölmiðlanna sem jók færni mína við að miðla, fræða og segja sögur. Ég lauk námi í blaðamennsku við Kalix folkhögskola og valdeflandi hugmyndafræði lýðháskólanna hefur litað kennsluheimspeki mína æ síðan: Raddir allra skulu fá að heyrast!

Eftir sex ára lærdómsríka dvöl í Svíþjóð flutti ég aftur til Íslands og tók að mér ritstjórn tímaritsins Veru og kennslu í fjórum fögum á þremur skólastigum.
– Þú ættir að vita það, vænan, að ritlist er ekki hægt að kenna, sögðu ýmsir þegar ég auglýsti fyrsta námskeiðið mitt í skapandi skrifum hér heima, ritlistin er fólki í blóð borin fannst Íslendingum árið 1989.

Sem betur fer voru Samtök móðurmálskennara þessu ósammála og ég fékk að túra um landið og kenna framhaldsskólakennurum ritlist ásamt Pétri Gunnarssyni rithöfundi og Baldri Sigurðssyni, frumkvöðli í ritlistarkennslu við Kennaraháskóla Íslands (nú Menntavísindasvið HÍ).

Fjörutíu ára kennslureynsla segir mér að ritlist sé sannarlega hægt að kenna. Markmið mitt er þó ekki að framleiða rithöfunda heldur að hjálpa almenningi að setja klæða hugsanir sínar í ritað mál.

Ritlistarkennsla hefur verið aðalstarf mitt síðan ég stofnaði Stílvopnið 2015 en ýmislegt annað er á ferilskránni. Ég hef skrifað, þýtt og ritstýrt blöðum og bókum, unnið við blaðamennsku og þáttagerð, leitt hópa í gegnum sköpunarferli hérlendis og erlendis. Og ritbúðir í framandi löndum eru að verða árlegir viðburðir í lífi mínu.

Ég hef stýrt þremur fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum (Símenntun á Vesturlandi, Framvegis - miðstöð um símenntun og Námsflokkum Reykjavíkur), unnið við að fræða ferðamenn og tekið þátt í þróun valdeflandi og inngildandi verkefni með aðferðum samfélagslistanna (community art).

Ég fæ aldrei nóg af því að miðla og fræða.

Sjá grein: Hvers vegna verður kona ritlistarkennari?

Huggulegt heimanámskeið í heimsfaraldri.
Pétur Gunnarsson rithöfundur rifjar upp samstarfið í tíu ára afmæli Stílvopnsins.
Dagurinn sem íslenski hópurinn hitti Women Power konurnar gleymist seint.
KONUR HITTA KONUR. Ævintýraferð og ritbúðir í Tansaníu haustið 2024.

Útgefin verk

Eldri kona á Interrail Blogg (2023) 
Tökum þátt í inngildingu. Leiðarvísir um inngildingu fatlaðs fólks í evrópsk æskulýðsverkefni  (Landsskrifstofa Erasmus+ á Íslandi, 2022). Þýðing.
Á veraldarvegum. Endurminningar Sverris Sigurðssonar, arkitekts (Bókafélagið 2021). Aðlögun að íslensku nútímamáli.
ÖLLUM TIL HEILLA samtal um samfélagslistir (ReykjavíkurAkademían, 2021). Dagskrárgerð og stjórn verkefnis.
Af hetjum og hindrunarmeisturum (Divadlo bez domova, 2019). Kaflaskrif og þýðing.
LAKE MÝVATN people and places (Stílvopnið, 2015). Höfundur og myndritstjórn.
Orð og gjörð. Söguspuni sem aðferð við millimenningarnám fullorðinna (The Bielsko-Artistic Association Grodzki Theater, 2013). Kaflaskrif og þýðing
Af heilum hug: rætt við eldhugana Jónu Hrönn Bolladóttur og Bjarna Karlsson (Forlagið, 2011). Höfundur.
Storytelling at the settlement center. Iceland Country Report (Icelandic Tourism Research Centre, 2010). Rannsakandi og höfundur.
Forvitni, áræðni, skilningur: könnun á námskrá og kennsluháttum við myndlistardeild LHÍ (Félagsvísindadeild, 2008). Rannsakandi og höfundur.
Ord i Nord (Det nordiska skrivelærernetverket OrdiNord, 2005). Ritstjórn og framlag.
Gegnum glerþakið. Valdahandbók fyrir konur (Kvenréttindafélag Íslands, 1999). Þýðing.
I NOMOS. Samsýningin I NOMOS í Luleå, Stokkhómi og Moss, 1994-96. Einræða flutt og gefin út.
Skiss till en roman (Einkasýning í Norrbottens Museum, Luleå, 1987) Einræða flutt og gefin út, á sýningunni myndgerð frumsamin ljóð.
Varför måste jag lära mig teckna? (Skrivarförlaget, 1985). Höfundur og myndhöfundur.
Fjöldi blaðagreina, útvarps- og sjónvarpsþátta  á Íslandi og í Svíþjóð 1985-2023.
Aðstoð við útgáfu bóka frá árinu 2015.
Verk í vinnslu: Skáldsagan Gróa sem kannski kemur einhvern tíma út í einhverri mynd.

Verðlaun og tilnefningar

Nokkur viðtöl

Frá frumsýningu á verkinu I Nomos í Norrbottens Museum 1996. Björg frumflytur einræðu, hin sænska Anna Toresdottir frumsýnir málverk sín og hin norska Anniken Paulsen frumflytur píanóverk, verk sem öll eru innblásin af sömu hugmynd og unnin fyrir norrænan styrk.