Interrail

Umhverfis Evrópu á níutíu dögum. Ferðaskrif Bjargar #11

Dagsins önn skall á mér af óvenjulegum þunga þegar ég sneri aftur úr Interrail-reisu minni í haust. Ég hef því ekki náð að vinna sem skyldi úr ferðinni með skrifum. Það verður að bíða betri tíma.

Hér birti ég hins vegar tölufræði úr Intrerail-ferðinni en mun brátt hefjast handa við bloggskrif um fyrirhugaða Indlandsferð 12. nóvember til 6. desember

Mynd: Úkraínskur kór bíður þess að stíga á svið í Timisoara í Rúmeníu.

TÖLFRÆÐI UM FLAKK BJARGAR UM EVRÓPU SUMARIÐ 2023

Fjöldi ferðadaga: 86
Flugferðir: 3
Lestarferðir: 13
Rútuferðir/sameiginlegur leigubíll: 10
Bílferðir með vinum: 12
Ganga: 5 – 15 klukkustundir á dag, líklega samsvarandi leiðinni frá Stokkhólmi til Valensíu, útvarða  ferðar minnar í norðri og suðri.
Lönd heimsótt: 13
Lönd utan Austur-Evrópu og Balkan: 5
Land sem ég hafði ekki komið til áður: Rúmenía
Stórborgir: 14
Minni borgir, þorp og sveit: 10, flest nýtt fyrir mér
Farfuglaheimili og hostel: 36 nætur
Hótel lyktandi af fornum kommúnisma: 3 nætur
Gisting hjá gömlum vinum: 13 nætur í Slóvakíu, Serbíu og Króatíu
Gisting hjá nýjum vinum: 8 nætur í Ungverjalandi og Danmörku
Lýðháskólaheimavist: 5 nætur á Gotlandi
Íbúðaskipti: 31 nótt í Valensíu, 5 þeirra nátta reyndar á urbanizacion í strandbænum Denia.
Hitastig: 18-40 gráður
Rigning: Einu sinni að degi til, oft á nóttunni
Líðan og heilsufar: Eins og ungbarns
Veikindi: Ofnæmi vegna rúmdýnu í Valensíu
Formlegt nám: Ritlistarnámskeið á Gotlandi
Óformlegt nám: Öllum stundum
Söfn, sýningar og ferðir með leiðsögn: Óteljandi
Markmið og rannsóknarefni: 5
Náð markmið: 4, fimmta að hluta til
Facebook færslur: Fáar
Blogg: 10 birt, nokkur óskrifuð í viðbót
Listrænir hápunktar: 4. Í Prag, Bratislava, Hemse og Valensíu.
Kúlmínarískir hápunktar: Hver munnbiti í Austur Evrópu, 2** Michilin staður í Valeníu
Mótmæli: 1
Stórir menningarviðburðir: 3. Í Búdapest, Timisoara og Denia.
Ferðafélagi: Grænn 50 lítra Osprey bakpoki
Heimsókn: Magga systir til Valensíu
Samtöl: Óteljandi við kunnuga jafnt sem ókunnuga
Deit: 1. Í Rúmeníu.
Óvæntir endurfundir: 2, næstum 3.
Í hlutverki momager (mom manager): Allar stundir
Áskoranir: Hvern dag
Sigrar: Jafn margir áskornuum ef ekki fleiri
Framhald: Skrif, fleiri ferðalög, frekari skrif.