Ummæli viðskiptavina Stílvopnsins
Hér birtast ummæli um námskeið og ráðgjöf Stílvopnsins.
SKAPANDI SKRIF
…mig vantar orð til að draga fram það fallega sem þú gerir á námskeiðunum. Þú leiðir fólk áfram …
Takk fyrir námskeiðið Björg. Þú byggðir það upp á svo flottan máta og í raun ótrúlegt hvað ég lærði margt á stuttum tíma. Ég hafði ekki mikla trú á mér sem skáldi þegar ég kom en skáldið fæddist í þessu afslappaða og örvandi umhverfi. Sérlega vel gert.
Var að ljúka þessu líka frábæra helgarnámskeiði í skapandi skrifum hjá Björgu Árnadóttur. Björg er lifandi og skemmtilegur kennari sem hefur einstakt lag á því að drífa mann upp úr örugga kassanum sem maður hefur komið sér fyrir í. Þetta var svo skemmtilegt að tíu baukar af C vítamíni og dass af D vítamíni hefði ekki hresst mig eins mikið. Orðið kveikja hefur öðlast meiri dýpt en áður og orðabók Menningarsjóðs mun verða ein af bókunum á borðinu mínu. Ég hvet alla áhugasama að kynna sér námskeiðin hennar. Þakka þér enn og aftur kæra Björg. Sjáumst síðar!
This inspiring workshop couldn’t have happened without Bjorg – a very inspiring and watchful leader, who flexibly adjusted the program to our needs and interests. We appreciate her attitude, commitment to the group and attention to individual or group needs. She has a powerful courage to try new things. All we experienced was in calm and peaceful atmosphere.
I learned a lot and spend valuable time with my team. I got new ideas for my work and learned new perspective on creative writing method or subject as Bjork would say. After coming back home I boasted with thoughts which resulted in few new poems and ideas for my work as a trainer. I feel good.
HETJUFERÐIN
Frábært námskeið! Hetjuferðalagið færir manni hjálplegan og kærkominn ramma utan um lausbeislaðar og tilviljanakenndar hugmyndir. Góð leið til að skoða eigin lífsgöngu og skilja ýmislegt betur.
Langaði bara til að þakka þér fyrir námskeiðið. Ég hef lítið til að miða við þar sem ég hef ekki tekið þátt í neinu viðlíka áður en tíminn leið mjög hratt og það kom mér á óvart að koma yfir höfuð einhverju á blað þ.e. ég hafði gaman og gagn af. Eins er það skemmtileg mannlífsstúdía að taka þátt í svona hópvinnu og hlusta á aðra á þessum vettvangi. Þú ert augljóslega með mikla reynslu í þessu og stjórnar flæðinu mjög vel, ég myndi ekki sjá hvernig svona námskeið gengi öðruvísi. Allavega; takk kærlega fyrir mig.
Þetta er svo margfalt stærra og meira en ég gerði mér grein fyrir og ég mun án efa nýta mér aðferðina í skrifum og ekki síður í lífinu. Björg nær að kveikja í manni neista sem vekur upp forvitni og kjark.
Enn og aftur upplifi ég galdur. Það eru töfrar hvernig Björgu tekst að leiða saman hóp af fólki á fimmtíu ára aldursbili, fólk með ólíkan bakgrunn. Áður en klukkustund er liðin er hópurinn orðinn nánast að einni sál. Hópefli sem að ég hef ekki upplifað svona sterkt annars staðar. Ég er á því að við þurfum fleiri einstaklinga eins og Björgu víðs vegar um þjóðfélagið. Til að virkja fólk til virkni. Virkja fólk til að taka ábyrgð á sjálfu sér, ekki bíða eftir að einhver annar komi með hugmyndir til afþreyingar. Í þriðja sinn sit ég á námskeiði hjá Björgu, námskeiði ólíkt þeim fyrri og jafn skemmtilegt, styrkjandi og skapandi.
Er ekki komið að því? Að þú skellir þér á námskeið hjá Stílvopninu. Úrvalið hefur aldrei verið meira og ég get sagt þér í trúnaði að þátttaka á námskeiðum hjá Björgu hefur aukið lífsgæði mín til muna. Það er dagsatt. Hvernig þá, spyrð þú. Fyrst er það nú allt áhugaverða fólkið sem ég hef hitt og það sem ég hef beinlínis lært um ritun og ritlist. Annað og ekki ómerkilegra er allt það nýja sem ég hef uppgötvað um sjálfa mig. Sumt jafnvel ekkert skemmtilegt en samanlagt hefur þetta allt saman aukið skilning minn á veröldinni og víkkað sjóndeildarhringinn.
Ég óx!
Námskeiðið kom mér mjög skemmtilega á óvart og gaf mér heilmörg ný tæki til að beisla hugmyndirnar mínar og ydda stílvopnið mitt. Kærar þakkir fyrir áhugaverða kennslu og einlæga og skemmtilega nálgun.
,,Sæl Björg! Ert þú búin að jafna þig á samverunni með okkur á námskeiði skapandi skrifa í Egilsstaðaskóla? Ég jafna mig altént ekki strax, ég breyttist vegna þess hvað ég lærði mikið og sjálfstraustið efldist, sem var þó ærið fyrir!”
Ég sótti námskeið í skapandi skrifum hjá Björgu af tveimur ástæðum: Annars vegar sem bókasafnskennari, þar sem mig vantar alltaf hugmyndir að efni til að vinna með í bókasafnstímum á miðstigi grunnskólans og hins vegar vegna þess að ég hef gengið með þann draum í huganum að skrifa smásögur fyrir unglinga, en skorti áræðni til að hefjast handa. Ég lærði margt á námskeiðinu sem nýtist mér í báðum þessum tilfellum og get með sanni sagt að ég hef nú þegar komið nokkrum hugmyndum frá Björgu inn í bókasafnskennslu 4.-6. bekkjar og hef lokið við eina örsögu sem vindur vonandi upp á sig og verður að smásögu einhvern daginn. Námskeiðið hentar vel fyrir breiðan hóp fólks, þar sem allir fá að leggja sitt af mörkum, ólíkar raddir og skoðanir fá að heyrast og það þvingar mann til að hugsa út fyrir kassann og sinn reynsluheim.
Ég mæli hiklaust með því að fara á námskeið til Bjargar. Hún er mjög flink í að leyfa nemendum sínum að koma sjálfum sér á óvart. Aðferðir hennar eru í senn skemmtilegar og skapandi, þær ýta undir hugmyndaflug og auka færni manns hratt og örugglega.
Námskeiðið var ákaflega endurnærandi og gagnlegt. Æfingarnar og verkefnin voru frumleg og skemmtileg. Björg er fagmanneskja á sínu sviði og á auðvelt með að deila reynslu sinni og þekkingu til nemenda. Takk fyrir mig.
What I, as a perfectionist, take personally from Bjorg is the space for doubts, misunderstandings and mistakes. As she said misunderstandings and inner doubts can be very powerful in a group. There starts something new, especially in creativity exercises. I am happy I could take part in this journey. I would recommend it to everyone, who’d like to enrich their trainings with interesting and useful creativity and empowering part of work.
Hetjuferðin var eins og ævintýri fyrir mér. Ég kom á námskeiðið með ákveðnar hugmyndir um hvað ég vildi skrifa, en eins og fyrir einhverja töfra tók ég algjöra U-beygju og skrifaði eitthvað allt annað sem ég vissi ekki einu sinni að væri til í mínum hugarfylgsnum. Það er magnað að sjá hvernig Björg leiðir okkur áfram í hæfilega stórum skrefum til að við fáum að uppgötva sjálf þessa leyndardóma og sjá að við getum svo miklu meira en við höldum, þegar kemur að því að setja saman texta.
Ég skellti mér á námskeið núna í haust hjá Stílvopninu. Ég naut þess í botn og kynntist yndislegu fólki og hæfileikaríku. Ég hélt að ég myndi aldrei þora að lesa upphátt textana mína en það gerði ég! Björg er skemmtilegur kennari með lifandi kennslu og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Svo ef það blundar í þér draumur um að skrifa en þú veist ekki hvar þú átt að byrja og hvernig, þá mæli ég með námskeiðunum hennar. Láttu drauminn þinn rætast!
ENDURMINNINGASKRIF
Ég lauk í gærkvöldi námskeiði í að skrifa endurminningar hjá þessum frábæra kennara. Það var stókostleg upplifun að fá að njóta kennslu hennar og mæli ég eindregið með hennar námskeiðum.
Það var með hálfum huga að ég áræddi að skrá mig á námskeiðið Að skrifa endurminningar, Það reyndist góð ákvörðun. Björg Árnadóttir, töfrum gædd, er ekki kennari sem talar yfir nemendunum. Það var eins og hún hafi skrúfað frá krana hjá okkur öllum. Frá fyrstu stundu urðum við samstilltur hópur af vinkonum sem deildum hver með annarri í fullkomnu trausti , Björg stýrði og gaf okkur punkta til að kveikja á minningum, kenndi okkur frramsetningu en mest af öllu virkjaði okkur þannig að við unnum eins og hestar, lausar við vanmáttarkennd létum bara allt flakka og hvöttum hver aðra Frábært námskeið, og ég er á leið á framhaldsnámskeið líkt og flestar sem sátu þetta námskeið.
Ég sótti námskeið hjá Björgu nýverið sem verður mér ógleymanlegt og hafði mikil áhrif á mig. Björg gaf okkur óendanlegt frelsi til að skapa en þó undir styrkri stjórn og hún stuðlaði að því að efla okkur hvert og eitt og kallaði fram það eðlilæga í okkur öllum. Henni tókst að skapa traust innan hópsins, sem var afar fjölbreyttur og á öllum aldri: Allir fengu notið sín. Það kom mér mest á óvart að hægt væri að ná þessum árangri og sjá þær framfarir sem við blöstu í lok námskeiðsins.
Sótti frábært námskeið í ritun endurminninga hjá Stílvopninu. Skipulag og efnistök Bjargar eru fersk og eflandi. Ég hef nýtt mér marga þætti þess sem við lærðum, en það er einmitt það sem var svo skemmtilegt, þ.e. að eignast verkfærakistu sem hægt er að leita í. Og svo er náttúrulega einstakt að vera með mögnuðum manneskjum á svona námskeiði, læra af fólki og sjá inn í sál þess og reynslu. Guðdómleg upplifun. Mæli eindregið með Björgu sem leiðbeinanda. Hún kann að skapa öruggt rými fyrir alla til að vaxa og eflast – og umfram allt, til að tjá sig í skrifum.
Ég á brjálæðislega góðar minningar um námskeið hjá Björgu og eldinn sem kviknaði í huganum á mér, langaði alls ekki að það kláraðist. Komst að því að endurminningar eru meira en hefðbundnar ævisögur og minningagreinar, þær felast í svo ótal mörgu og birtast í óvæntu formi.
Ef ykkur langar að kíkja inn á við og finna skáldið sem býr í brjóstinu eða skrá niður sögu ykkar eða annarra þá þarf ekki að leita lengra. Ég fór fyrst á endurminninganámskeið hjá Björgu þar sem hún leiddi hún okkur nemendurna á veg minninganna með frumlegum og skemmtilegum hætti. Andrúmsloftið var afslappað og notalegt og allir nutu sín. Þetta var svo skemmtilegt að næst fór ég á námskeið í skapandi skrifum ásamt flestum hinna. Látlaus og örugg leiðsögn kallaði fram sköpunarkraft og hugmyndir sem við deildum okkar á milli. Ótrúlega, endalaust skemmtilegt!
SKOÐANA- OG ÞEKKINGARSKRIF
Ég þakka innilega fyrir námskeiðið um síðustu helgi. Stórkostlegt. Það er af mörgu að taka þegar umsögn skal gefa. Hver og einn þáttur var frábær og saman mynduðu þeir eina heild. Framsögn þín og eldmóður vakti upp, örvaði og styrkti okkur nemendur.
Fór á námskeið í greinaskrifum hjá Stílvopninu í vor. Námskeiðið var vel uppsett og skemmtilegt, helst að það hafi verið of stutt og því ætla ég að skella mér á annað ef það verður í boði. Björg kenndi okkur mismunandi textagerð blaðaskriftar og hvernig best væri að þrengja texta án þess að hann missi innihaldið. Sem sagt stutt og laggott námskeið með skemmtilegu fólki.
SKÖPUNARSMIÐJA
Ég á frábærar minningar úr smiðjunni – hún var full af lífi og sál.
Námskeiðið Tólf spora ævintýri - Sköpunarsmiðja stóð sannarlega undir væntingum og gott betur. Það opnaði mér nýjar og spennandi gáttir, gaf mér kjark til að takast á við innri hindranir og þor til að gefa fegurðinni og ævintýrinu í sjálfri mér lausan tauminn. Stemmingin á námskeiðinu var yndisleg og ég hlakka til áframhaldandi kynna við fólkið sem ég kynntist þar.
Sköpunarsmiðjan hjá Björg var mér styrking, gleði, gjöf og gæfa, fyrir komandi daga og ár í lífi mínu. Ég þekki sjálfa mig betur, ég er sterkari og öruggari að halda áfram á skemmilegan hátt. Við unnum í gegnum áhugaverð og gefandi verkefni með frábærum manneskjum. Ég hlakka svo til að hafa þessa reynslu með mér. Lífið er eitt stórt ævintýri. Takk kærlega Björg og þið dásamlegu stúlkur.
FÉLAGSÖRVUN: AÐ SKAPA ÖRUGG RÝMI
Félagsörvunarnámskeið sem Björg Árnadóttir hélt fyrir starfsmenn Innri endurskoðunar Landsbankans var til þess fallið að tengja liðsmenn, sýna á þeim nýjar og óþekktar hliðar, ýta undir samskipti og efla traust. Námskeiðið var frumlegt og reyndi á skapandi eiginleika liðsmanna. Hópurinn, sem hefur margoft fengið til liðs við sig leikara, markþjálfa og aðra samskiptasnillinga, hafði á orði að vinnan með Björgu hefði verið sú skemmtilegasta sem þau hefðu tekið þátt í með það að markmiði að efla liðsheild hópsins. Þegar frá leið var ljóst að samskipti liðsmanna urðu persónulegri, ágreiningsmál voru rædd af ákafa og hispursleysi en án eftirmála og meiri gleði ríkti í daglegum samskiptum hópsins.
RÁÐGJÖF UM RITUN OG ÚTGÁFU
Eftir persónulega ráðgjöf hjá Björgu fékk ég byr undir báða vængi með að halda áfram að skrifa. Fékk góða leiðsögn hjá fagmanneskju sem hafði allar útskýringar vel fram bornar. Takk fyrir mig, Björg.
„So I am taking the liberty of introducing Björg who is editing my translation into Icelandic of my book, Viking Voyager, an Icelandic Memoir. We have had an excellent rapport, right from the beginning when she took on the review as yfirlesari. She has respected my old-fashioned Icelandic language and usage of commas, made impressive suggestions on how to improve the text, and taken on the task of introducing it to various media in Iceland.”
Ég leitaði til Bjargar í ritunarráðgjöf og til þess að fá innblástur. Hún veitti mér innsýn inn í spennandi aðferð – Hetjuferðina, sem ég hafði ekki kynnst áður og ætla mér að prófa. Björg er með næmt eyra/næm og dásamlega hvetjandi. Ég mæli einlæglega með ritlistarráðgjöf Bjargar í Stílvopninu.
Ég leitaði til Bjargar sem ritunarráðgjafa. Ég er að koma saman bók en var um tíma ekki alveg ljóst hvar ég var stödd á því ferðalagi, hef aldrei reynt mig við þess háttar verkefni. Björg hefur einstakt lag á að fræða og hjálpa til við að rétta af verkefnin á alveg ótrúlega jákvæðan hátt, Hún hlustar og leiðbeinir en tekur aldrei ráðin. Uppörvandi og hvetjandi. Ég er staðráðin í að læra meira af henni – þetta er líka svo skemmtilegt.
Ég kynntist Björgu fyrst á námskeiði Stílvopnsins í skapandi skrifum. Hún er frábær kennari með mikla ástríðu fyrir fagi sínu og nær vel að miðla þekkingu sinni til nemendanna. Þegar ég síðar lenti í ógöngum í mínum eigin skrifum datt mér fyrst í hug að leita til hennar. Hún las yfir handritið mitt og af fyllstu virðingu fyrir hugmyndum mínum hjálpaði hún mér að hreinsa út óþarfa, skerpa á persónusköpun og gera ásetning skýrari. Það er gríðarlega gagnlegt að fá yfirlestur og ábendingar á textann sinn, hvort sem hann er langur eða stuttur. Björg er fagkona fram í fingurgóma með mikla ástríðu fyrir hinu ritaða orði.
„Björg veitti mér verðmæta leiðsögn við skrif sjálfssögu minnar sem ég var komin langleiðina með þegar ég hitti hana. Hún hjálpaði mér að sjá heildarmyndina betur með áherslu á lykilþemu sögunnar, gaf mikilvægt álit um uppbyggingu og flæði og veitti góð leiðsögn um málfar og stíl. Á heildina litið tókst henni að gefa heildstætt álit á nokkuð skömmum tíma sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég mæli hiklaust með ráðgjöf Bjargar.”