Showing all 2 results

Skrifað með öllum skilningarvitum á Indlandi haustið 2025

AÐEINS 2-3 SÆTI LAUS – tilvalið fyrir par, vini, feðga/feðgin, mæðgur/mæðgin og auðvitað einstaklinga af öllum kynjum Haustið 2025 verður vel heppnað ritlistarnámskeið Stílvopnsins í Kochi, Keralahéraði á Suður-Indlandi endurtekið. Indlandsævintýrið 2023 myndband. Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistarkennari og MA í menntunarfræðum skapandi greina kennir. Námskeiðið hefur ekki verið auglýst en upplýsingar um verð og fyrirkomulag má biðja um hér: bjorg@stilvopnid.is

Námskeiðslýsing (34 klst.)

Dvalið er á Secret Garden hótelinu dagana 25. sept. - 9. okt. en hægt er að lengja ferðina í báða enda (22. sept. – 14. okt.) með þriggja daga dvöl í Katar og fimm daga dvöl í Munnar-þjóðgarðinum. Gert er ráð fyrir að hópurinn ferðist saman en einnig má ferðast á eigin vegum. Námskeiðið stendur yfir í 8 daga, 4 klukkustundir í senn, auk tveggja klukkustunda upphitunar á Íslandi. Skrifað er bæði út á við og inn á við: Litríku, ilmandi umhverfinu lýst sem og höfundi sem upplifir iðandi fjölbreytileikann. Sköpunarferlið rannsakað, gamlar fyrirstöður kvaddar og nýjar leiðir fundnar. Ýmsar ritlistaraðferðir prófaðir, hver og ein/n uppgötvar eigin leið. Hver 4 klst. ritsmiðja samanstendur af innlögn, fróðleik, skrifum og deilingu texta. Skrifin verða stöðug uppspretta umræðna í hópnum. Þeim sem hyggjast nýta námskeiðið í kennslu eða vinnu með öðru fólki býðst að búa til umræðuhóp þar sem hægt er að þróa aðferðirnar áfram.