Skrifað með öllum skilningarvitum á Indlandi haustið 2025
0 kr.
UPPSELT HAUSTIÐ 2025
byrjað er að taka niður nöfn fyrir Indlandsferðina haustið 2026
Haustið 2025 verður vel heppnað ritlistarnámskeið Stílvopnsins í Kochi, Keralahéraði á Suður-Indlandi endurtekið.
Indlandsævintýrið 2023 myndband.
Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistarkennari og MA í menntunarfræðum skapandi greina kennir.
Námskeiðið hefur ekki verið auglýst en upplýsingar um verð og fyrirkomulag má biðja um hér: bjorg@stilvopnid.is
Námskeiðslýsing (34 klst.)
Dvalið er á Secret Garden hótelinu dagana 25. sept. – 9. okt. en hægt er að lengja ferðina í báða enda (22. sept. – 14. okt.) með þriggja daga dvöl í Katar og fimm daga dvöl í Munnar-þjóðgarðinum.
Gert er ráð fyrir að hópurinn ferðist saman en einnig má ferðast á eigin vegum.
Námskeiðið stendur yfir í 8 daga, 4 klukkustundir í senn, auk tveggja klukkustunda upphitunar á Íslandi.
Skrifað er bæði út á við og inn á við:
Litríku, ilmandi umhverfinu lýst sem og höfundi sem upplifir iðandi fjölbreytileikann. Sköpunarferlið rannsakað, gamlar fyrirstöður kvaddar og nýjar leiðir fundnar. Ýmsar ritlistaraðferðir prófaðir, hver og ein/n uppgötvar eigin leið. Hver 4 klst. ritsmiðja samanstendur af innlögn, fróðleik, skrifum og deilingu texta. Skrifin verða stöðug uppspretta umræðna í hópnum. Þeim sem hyggjast nýta námskeiðið í kennslu eða vinnu með öðru fólki býðst að búa til umræðuhóp þar sem hægt er að þróa aðferðirnar áfram.

Þótt síðast hafi aðeins komið konur er námskeiðið ætlað fólki
af sérhverju kyni á öllum aldri.