Ritun endurminninga 22. jan.-12. feb.
64.900 kr.
- Staður: Sjávarklasinn, Grandagarði 16, 101 Reykjavík. Aðgengi
- Stund: Miðvikudagskvöld 22. jan. – 12. okt. (16 klst.)
- Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir, ritlistarkennari og rithöfundur.
- Verð: 64.900 kr. 10% afsláttur fyrir 67 og eldri: 58.400 kr.
- Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið, athugaðu með þitt.
Björg Árnadóttir hlaut alþjóðlegu hvatningarverðlaunin Global WIIN 2024 fyrir Stílvopnið.
Skráning og greiðslur
Berist skráningarstaðfesting eða reikningur ekki: Skoðið ruslpóstinn eða hafið samband.
Greiðið námskeiðsgjald á reikning Stílvopnsins 0133-26-580815 (kt. 580815-1380) eða með greiðslukorti án afsláttar / greiðslukorti með afslætti. Ekki þarf að greiða við skráningu en tryggðu þér sætið með greiðslu.
Innihald námskeiðs
Ýmsar kveikjur eru notaðar til að vekja minningar og ólíkar aðferðir kynntar til að skrá þær; dagbækur, minningargreinar, ævisögur og -þættir, skráning viðtala, sjálfsögur, samfélagsmiðlar, hlaðvörp og fleira.
Hver koma og hvers vegna?
Fólk kemur ýmist til að skrifa um eigið líf eða annarra.
Sum koma einkum til að muna og minnast en önnur til að láta loks verða af því að byrja að skrifa. Enn önnur eru vön skrifum – og jafnvel komin vel á veg með að skrásetja minningar – en vantar innblástur.
Námskeiðið er ekki fagnámskeið um ævisagnaritun þótt það geti gagnast ævisagnariturum.
Hér er fyrst og fremst um að ræða fræðandi og nærandi samveru fólks á öllum aldri en minningar spyrja sem kunnugt er ekki að aldri. Aldursbilið, sem oft er breytt, eykur gildi samverunnar.
Tilhögun námskeiðs
Mið. 22. jan. kl. 18:00-22:00: UPPHITUN
Hópurinn kynnist og kyndir undir rithæfninni með stuttum æfingum. Kveikjur eru notaðar til að rifja upp minningar og byrja að skrifa.
Mið. 29. jan. kl. 18:00-22:00: DAGBÆKUR OG VIÐTÖL
Ólíkar aðferðir við dagbókaskrif kynntar og rætt um heimilda-, tilfinninga- og notagildi þeirra. Fjallað um viðtöl og ýmsar leiðir við úrvinnslu þeirra. Rætt um mismunandi leiðir til að birta skrif sem byggjast á endurminningum.
Mið. 5. feb. kl. 18:00-22:00: MINNINGARORÐ OG SKRIF UM ANNAÐ FÓLK
Skoðaðar eru breytingar sem orðið hafa á hinni séríslensku bókmenntagrein, minningargreinum. Fjallað um vandann sem fylgir því að skrifa um annað fólk. Þau sem hafa skrifað minningarorð deila þeim með hópnum. Einnig er fjallað um heimildaleit og notkun heimilda í endurminningaskrifum.
Mið. 12. feb. kl. 18:00-22:00: ÚRVINNSLA
Þar sem námskeiðið litast af hugðarefnum þátttakenda hverju sinni snýst lokakvöldið um að deila skrifum og hugmyndum sem kviknað hafa á námskeiðinu. Áfram er haldið að þróa hugmyndir með samtali og frekari skrifum.
Ekki er lögð fyrir heimavinna en þátttakendur grúska að lyst milli tíma.
Umsagnir
Valgerður Hilmarsdóttir (Ritun endurminninga, vorið 2024)
„Ég horfi til þeirra stunda sem ég átti á námskeiðinu hennar Bjargar, Ritun endurminninga,
með þakklæti. Þarna var ég með yndislegu fólki og Björg leiddi okkur áfram með þeim hætti
að trúnaður myndaðist. Löngu gleymdar minningar fundu sér farveg í vitund mína og
skrifuðu sig nánast sjálfar á blaðið. Það var eins og loki hefði verið lyft og þessar ,,glötuðu“
minningar biðu þess að streyma fram. Hvernig þú ferð að Björg er mér hulið en það er ljóst
að aðferðir þínar eru töfrum gæddar og skila árangri sem í mínu tilfelli er ekki einungis
fólginn í skrifunum heldur og í einhverju svo miklu meira. Takk fyrir mig!
Stefanía Valgeirsdóttir (Ritun endurminninga, haustið 2023)
„Eftir að hafa skráð mig á námskeiðið skrifaði ég kvöldin inn í dagbókina mína og fannst þetta mjög langur tími. Fjórir tímar í senn í fjórar vikur! En á lokakvöldinu þegar allt var senn búið fann ég til söknuðar af því að námskeiðið gaf mér svo mikið og Björg er afar þægileg og frjó kona. Ég hefði viljað geta hægt á tímanum og verið svolítið lengur. Þetta leið allt of hratt!“
Grein Stefaníu Ritun endurminninga við starfslok á bls. 30-31 í FEB félagstíðindum.
Björg Baldursdóttir (Ritun endurminninga, haustið 2022):
„Það er ekki að orðlengja það að þetta námskeið er það skemmtilegasta og gagnlegasta sem ég hef sótt um ævina. Það opnuðust flóðgáttir og einlæg löngun til að koma minningunum mínum á blað. Og ekki bara minningum heldur tók ég ákvörðun um að nú loksins myndi ég fara að halda dagbók. Kveikjurnar virkuðu svo sannarlega því heilinn stendur enn í ljósum logum.“
Nánari upplýsingar um námskeiðið: s. 899 6917 / bjorg@stilvopnid.is
Tengdar vörur
Hetjuferðin 27. feb.-20. mars
- Staður: Sjávarklasinn, Grandagarður 16. 101 Rvk. Aðgengi
- Stund: Fimmtudagskvöld 27. feb.-20. mars 2025 (16 klst.)
- Kennari: Björg Árnadóttir, ritlistarkennari, rithöfundur og MA í kennslufræðum skapandi greina.
- Verð: 64.900 kr. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið.
Smelltu hér til að sjá kynningarmyndband.